Ástand stofns lífveru gefur vísbendingu um það hversu líklegt er að tegundin eigi eftir að lifa af í náinni framtíð á tilteknu svæði eða í heiminum öllum. Mörg atriði eru tekin til greina þegar ástand stofns er metið; ekki aðeins hversu margir einstaklingar eru til, heldur líka aukning eða minnkun stofnsins á tilteknu tímabili, æxlunartíðni, þekktar ógnir, og svo framvegis.

Ástand stofns
eftir hættustigi á Rauða lista IUCN

Þekktasti listinn yfir ástand stofna lífvera er Rauði listi IUCN, en til eru margir sérhæfðari listar, eins og CITES sem takmarkar milliríkjaverslun með tilteknar lífverur.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1
mac 1
os 1