Hnífur er einjárnungur og eggvopn og skiptist í blað og skaft, en haldið er utan um skaftið þegar hnífi er beitt. Sá endi hnífsblaðsins sem gengur upp í skaftið nefnist tangi. Hnífsblaðið er tvískipt: Í fyrsta lagi er það bitið sem nefnist egg. Flatvegur blaðsins, ofan á hnífsblaðinu, nefnist bakki (nema að hnífurinn sé tvíeggja, en þá er enginn slíkur). Ysti hlutinn er svo oddurinn. Í sjálfsskeiðungsskafti nefnist milligerðin, sem er úr járni, skíði. En hnífsblaðið á vasahníf má samkvæmt íslenskum lögum ekki vera lengra en 12,5 sentímetrar.

Eldhúshnífar

Tegundir

breyta

Hnífar eru til í hinum ýmsu tegundum:

  • Skeiðahnífur (rýtingur eða dálkur) — t.d. hnífur sem er gerður til að geyma hann í skeiðum (slíðri)
  • Skurðarhnífur — hnífur sem læknar nota við uppskurð
  • Lindahnífur — hnífur sem er borinn við belti
  • Beituhnífur — með tvíeggjuðum oddi og var hafður til að skera beitu. Með oddinum voru stungin göt á skinnið á beitusel

Þjóðtrú

breyta

Ýmis þjóðtrú tengist hnífum, t.d. sú að ef vinur gefur manni hníf muni hann skera á vináttuna. Þess vegna er við hæfi að krefjast málamyndagjalds þegar hnífur er gefinn svo að ekki sé um eiginlega gjöf að ræða.

Tengt efni

breyta
   Þessi vopnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES