Krummavísa eða Krummi krunkar úti er íslensk lausavísa eða barnagæla sem sungin er við geysivinsælt íslenskt þjóðlag. Lagið kom út í bókinni Íslenzk þjóðlög eftir Bjarna Þorsteinsson 1906. Bjarni segist hafa lært það af Ólafi Davíðssyni en hann sagðist hafa lært það í æsku í Sléttuhlíð[1].

Krummavísa (Íslenzk þjóðlög 1906)
Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn:
„Ég fann höfuð af hrúti
hrygg og gæruskinn.“
::Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn.::

Heimildir

breyta
  1. Bjarni Þorsteinsson (1906). Íslenzk þjóðlög. Siglufjarðarprentsmiðja: 510. (Bækur.is)
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES