Teista[2] (fræðiheiti: Cepphus grylle) er meðalstór svartfugl, á milli 30-38 sentimetrar að lengd og um 400 grömm. Stofnstærð á Íslandi er talin á milli 10-15.000 varppör. Vænghaf fuglsins er um 52-58 sentimetrar. Tegundin er langlíf og verða seint kynþroska. Sérkenni teistu er að hún er svört á kviði og er þannig frábrugðin öllum öðrum íslenskum svartfuglum. Teista er alsvört á sumrin fyrir utan hvítan blett á vængþökum en á veturna er hún ljósari en aðrir svartfuglar. Teista er með fremur stutta og breiða vængi. Fuglinn flýgur oftast lágt og eru vængreitir áberandi. Yfirleitt er hægt að sjá Teistu staka en annars í litlum hópum. Tegundin er talin á IUCN-listanum sem tegund sem minnstar áhyggjur er haft af. Fuglinn gefur frá sér sérkennilegt, hást og skerandi tíst. Bæði kynin eru mjög lík í útliti. Árið 2017 var teistan friðuð á Íslandi að beiðni Skotvís, Vistfræðifélagsins og Fuglaverndunar til Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra.

Teista
Teista (Cepphus grylle)
Teista (Cepphus grylle)
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Svartfuglar (Alcidae)
Ættkvísl: Cepphus
Tegund:
C. grylle

Tvínefni
Cepphus grylle
(Linnaeus, 1758)

Samheiti
  • Alca grylle Linnaeus, 1758
  • Colymbus grylle Linnaeus, 1766

Lífshættir

breyta

Teista heldur sig aðallega við strendur og grunnsævi. Hún verpir stök eða í litlum byggðum í höfðum, eyjum eða urðum undir fuglabjörgum. Hún verpir tveimur eggjum og liggur á þeim í 29 - 30 daga. Þegar eggin klekjast eru ungarnir í hreiðrinu í um 6 vikur og eru þá orðnir fleygir. Þeir yfirgefa hreiðrið fullvaxta. Teista kafar eftir fæðu sinni og étur ýmsa smáfiska eins og síli og marhnút en hún étur líka hryggleysingja svo sem burstaorma, krabbadýr og kuðunga. Aðal fæða teistunnar er sprettfiskur sem hún veiðir á grunnsævi.

 
Sýnir rauðan kjaft
 
Teista í vetrar fjaðurham við strönd Maine
 
Cepphus grylle grylle

Útbreiðsla

breyta

Heimkynni teistu er umhverfis norðurhvel og norrænar teistur hafa vetradvöl við Ísland. Teista er staðfugl að mestu og verpir með ströndum landsins. Teistan velur sér yfirleitt hreiður í klettaskorum, sprungum eða undir steinum og einnig syllum í hellum.

Þjóðtrú

breyta

Þegar kemur að þjóðtrú tengdri testu er þá helst að víða taldist ólánsmerki að drepa fullorðna teistu. Hún varaði við illhvelum er hún sast á borðstokk skipa og flaug svo frá þeim að landi. Snorri á Húsafelli á að hafa sagt að þegar stormur er í nánd hafi teistan flogið með tísti í kringum skip.

Heimildir

breyta
  1. BirdLife International (2012). Cepphus grylle. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013.2. Sótt 26. nóvember 2013.
  2. Orðið „teista“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
    íslenska: „teista“enska: guillemot

Tenglar

breyta
   Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
INTERN 1