59.516 greinar á íslensku.
Grikkland hið forna
Grikkland hið forna vísar til hins grískumælandi heims í fornöld. Það er ekki eingöngu notað um það landsvæði sem Grikkland nær yfir í dag, heldur einnig lönd þar sem grískumælandi fólk bjó í fornöld: Kýpur og Eyjahafseyjar, Jóníu í Litlu Asíu, Sikiley og Suður-Ítalíu og ýmsar grískar nýlendur, til dæmis í Kolkis, Illyríu, í Þrakíu, Egyptalandi, Kýrenæku, suðurhluta Gallíu, á austan- og norðaustanverðum Íberíuskaga, í Íberíu og Táris.
Tímaskeið Grikklands hins forna nær frá því að grískumælandi menn settust fyrst að í Grikklandi á 2. árþúsundi f.Kr. til loka fornaldar og upphafs kristni (kristni varð til áður en fornöld lauk, en kristin menning er venjulega ekki talin til klassískrar fornaldarmenningar Grikklands). Flestir sagnfræðingar telja að í Grikklandi hinu forna liggi rætur vestrænnar menningar. Grísk menning hafði mikil áhrif á Rómaveldi, sem miðlaði menningunni áfram til margra landa Evrópu. Aukinheldur hafði enduruppgötvun Vestur-Evrópubúa á forngrískri menningu á 14. – 17. öld afgerandi áhrif á evrópska menningu. Hún hefur haft gríðarlega mikil áhrif á tungumál, stjórnmál, menntun, heimspeki, vísindi og listir Vesturlanda. Hún var megininnblástur endurreisnarinnar í Vestur-Evrópu og hafði aftur mikil áhrif á ýmsum nýklassískum skeiðum á 18. og 19. öld í Evrópu og Norður-Ameríku.
Vissir þú...
- … að Charles Curtis, varaforseti Bandaríkjanna frá 1929 til 1933, er eini ameríski frumbygginn sem hefur gegnt embætti varaforseta landsins?
- … að talið er að 83% mannkyns búi við ljósmengun?
- … að Jeannette Rankin (sjá mynd), fyrsta konan til að ná kjöri á fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var jafnframt eini þingmaðurinn sem kaus gegn stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna gegn Japan árið 1941?
- … að Taínóar voru fyrsta ameríska frumbyggjaþjóðin sem Kristófer Kólumbus hitti á ferðum sínum til Ameríku?
- … að sex af tekjuhæstu kvikmyndum allra tíma hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dollara?
- … að heitið völva er dregið af orðinu „völur“ sem merkir göngustafur?
Fréttir
- 21. desember: Ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur: Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan eftir Alþingiskosningar. (Kristrún Frostadóttir á mynd)
- 8. desember - Uppreisnarmenn ná völdum yfir höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Bashar al-Assad, forseti síðan árið 2000, flýr land.
- 5. desember: Franska þingið lýsir yfir vantrausti á forsætisráðherrann Michel Barnier.
- 3. desember:
- Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, lýsir yfir herlögum í landinu, en dregur þau til baka eftir mótmæli almennings og þingsins.
- Netumbo Nandi-Ndaitwah er kjörin forseti Namibíu, fyrst kvenna.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Jimmy Carter (29. desember) • Manmohan Singh (26. desember) • Desi Bouterse (23. desember) • Jón Nordal (5. desember)
29. desember
- 2001 - 291 lést í eldsvoða í Mesa Redonda-verslunarmiðstöðinni í Líma, Perú.
- 2003 - Bréfasprengjur bárust seðlabankastjóra Evrópu Jean-Claude Trichet og Europol.
- 2006 - Styrkjamálið: FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir tveimur dögum áður en ný lög um styrki til stjórnmálaflokka gengu í gildi.
- 2006 - Íslenska kvikmyndin Köld slóð var frumsýnd.
- 2011 - Eyríkin Samóa og Tókelá færðu sig vestur yfir daglínuna og slepptu úr einum degi (30. desember), til að flytjast yfir á tímabelti sem hentar viðskiptahagsmunum þeirra betur.
- 2013 - Téténsk kona gerði sjálfsmorðssprengjuárás á lestarstöð í Volgograd með þeim afleiðingum að 18 létust.
- 2013 - Þýski ökuþórinn Michael Schumacher slasaðist illa þar sem hann var á skíðum. Honum var haldið sofandi í 6 mánuði eftir slysið.
- 2020 – Byrjað var að bólusetja íslenskt heilbrigðisstarfsfólk og íbúa á hjúkrunarheimilum við COVID-19.
- 2020 - Petrinjaskjálftinn, 6,4 að stærð, reið yfir í Króatíu.
Systurverkefni
Commons |