Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Á hinni íslensku Wikipedíu eru nú 59.451 greinar.

Grein mánaðarins

Grikkland hið forna um miðja 6. öld f.Kr.

Grikkland hið forna vísar til hins grískumælandi heims í fornöld. Það er ekki eingöngu notað um það landsvæði sem Grikkland nær yfir í dag, heldur einnig lönd þar sem grískumælandi fólk bjó í fornöld: Kýpur og Eyjahafseyjar, Jóníu í Litlu Asíu, Sikiley og Suður-Ítalíu og ýmsar grískar nýlendur, til dæmis í Kolkis, Illyríu, í Þrakíu, Egyptalandi, Kýrenæku, suðurhluta Gallíu, á austan- og norðaustanverðum Íberíuskaga, í Íberíu og Táris.

Tímaskeið Grikklands hins forna nær frá því að grískumælandi menn settust fyrst að í Grikklandi á 2. árþúsundi f.Kr. til loka fornaldar og upphafs kristni (kristni varð til áður en fornöld lauk, en kristin menning er venjulega ekki talin til klassískrar fornaldarmenningar Grikklands). Flestir sagnfræðingar telja að í Grikklandi hinu forna liggi rætur vestrænnar menningar. Grísk menning hafði mikil áhrif á Rómaveldi, sem miðlaði menningunni áfram til margra landa Evrópu. Aukinheldur hafði enduruppgötvun Vestur-Evrópubúa á forngrískri menningu á 14.17. öld afgerandi áhrif á evrópska menningu. Hún hefur haft gríðarlega mikil áhrif á tungumál, stjórnmál, menntun, heimspeki, vísindi og listir Vesturlanda. Hún var megininnblástur endurreisnarinnar í Vestur-Evrópu og hafði aftur mikil áhrif á ýmsum nýklassískum skeiðum á 18. og 19. öld í Evrópu og Norður-Ameríku.

Í fréttum

Kristrún Frostadóttir

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Borgarastyrjöldin í Súdan  • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu  • Stríð Ísraels og Hamas  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: John Prescott (20. nóvember)


Atburðir 6. desember

Vissir þú...

Jeannette Rankin
Jeannette Rankin
  • … að talið er að 83% mannkyns búi við ljósmengun?
  • … að heitið völva er dregið af orðinu „völur“ sem merkir göngustafur?
Efnisyfirlit


Tungumál
  NODES
INTERN 1