Hundraðshluti

eining fyrir hlut úr hundrað (%)
(Endurbeint frá %)

Hundraðshluti eða prósent er heiti á einingalausri tölu sem á við hlutfall, þar sem nefnarinn er talan 100. Setja má fram hundraðshluta í orðum , t.d. einn af hundraði, 3 af hundraði o.s.frv. Notað er prósentutáknið „%“ til auðkenna hundraðshluta, t.d. mætingin var 100 %, líkurnar eru innan við 50 %, 1 til 2 % velja þessa leið. Hundraðshluti er yfirleitt ekki gefinn með fleirum en tveimur aukastöfum, t.d. vextrinir voru 4,95%.

Til að breyta tugabroti í hundraðshluta er margfaldað með tölunni 100, t.d. 0,5*100% = 50%, 0,01*100% = 1%. Hundraðshlutar geta einnig verið stærri en 100, t.d. verðið hefur hækkað um 118% á tímabilinu.

Talað er um að eitthvað sé að hundrað hundruðustu ef það er 100 prósent (dæmi: Nú sjáum við fyrirtækið starfa að hundrað hundruðustu). [1] Sé það t.d. 75%, þá er það sjötíu og fimm hundruðustu.

Tilvísanir

breyta
  1. Þjóðviljinn 1940

Tengt efni

breyta
  NODES