Áramótaskaup 1994
Áramótaskaupið 1994 er áramótaskaup sem sýnt var árið 1994 á RÚV, og var því leikstýrt af Guðnýju Halldórsdóttir. Höfundar skaupsins voru Gísli Rúnar Jónsson, Guðný Halldórsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Randver Þorláksson. Leikarar voru Bessi Bjarnason, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Gísli Rúnar Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Helga Braga Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Magnús Ólafsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Randver Þorláksson og Ragnhildur Gísladóttir. Sýningartími 53 mínútur. Skaupið gerist að mestu leyti á Þingvöllum þar sem hátíðarhöld vegna 50 ára lýðveldisafmælis Íslands fóru fram fyrr á árinu.