Ásgeir Sigurvinsson

íslenskur knattspyrnumaður

Ásgeir „Siggi“ Sigurvinsson (f. 8. maí 1955 í Vestmannaeyjum) er íslenskur fyrrum knattspyrnumaður.

Ásgeir Sigurvinsson
Upplýsingar
Fullt nafn Ásgeir Sigurvinsson
Fæðingardagur 8. maí 1955 (1955-05-08) (69 ára)
Fæðingarstaður    Vestmannaeyjar, Ísland
Hæð 1,82m
Leikstaða Miðjumaður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1971-1973 ÍBV 21 (7)
1973-1981 Standard Liege 249 (57)
1981-1982 Bayern München 17 (1)
1982-1990 VfB Stuttgart 194 (38)
Landsliðsferill
1972-1989 Ísland 45 (5)
Þjálfaraferill
1993
2003–2005
Fram
Ísland

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Ásgeir hóf ferilinn með ÍBV og lék á meginlandi Evrópu með liðunum Standard Liège, Bayern München og VfB Stuttgart. Hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart árið 1984 og bikarmeistari með Bayern árið 1982. Einnig vann hann bikartitla með ÍBV og Standard Liege. Ásgeir var valinn íþróttamaður ársins árin 1974 og 1984.

Eftir að hafa lagt skóna á hilluna reyndi Ásgeir fyrir sér í knattspyrnuþjálfun og þjálfaði Fram eitt sumar og Íslenska karlalandsliðið í tvö ár; 2003-2005.

Ásgeir var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2015.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


  NODES