Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu

fulltrúi Íslands á alþjóðamótum í knattspyrnu

Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er fulltrúi Íslands á alþjóðamótum í knattspyrnu og er undir stjórn Knattspyrnusambands Íslands.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu
GælunafnStrákarnir okkar
ÍþróttasambandKnattspyrnusamband Íslands
ÁlfusambandUEFA
ÞjálfariÅge Hareide
AðstoðarþjálfariDavíð Snorri Jónasson
FyrirliðiAron Einar Gunnarsson
LeikvangurLaugardalsvöllur
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
70 (okt. 2024))[1]
18 (Feb/mars 2018[1])
131 (Apríl 2012[1])
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
Óopinber:
Fáni Færeyja Færeyjar 0-1 Ísland Fáni Íslands
(Þórshöfn (Færeyjum); 20. september, 1930)
Opinber:
Fáni Íslands Ísland 0-3 DanmörkFáni Danmerkur
(Reykjavík, Ísland; 17. júlí, 1946)
Stærsti sigur
Óopinber:
Fáni Íslands Ísland 9-0 Færeyjar Fáni Færeyja
(Keflavík, Íslandi; 17. september, 1985)
Opinber:
LiechtensteinFáni Liechtenstein 0-7 Fáni Íslands Ísland
(Vaduz, Liechtenstein; 26. mars, 2023)
Mesta tap
Fáni Danmerkur Danmörk 14-2 Ísland Fáni Íslands
(Kaupmannahöfn, Danmörk; 23. ágúst, 1967)
VefsíðaKSÍ
Landsliðið árið 1990.

Liðið spilaði sinn fyrsta opinbera landsleik gegn Danmörku 17. júlí 1946. Leikurinn fór fram á Melavellinum í Reykjavík og tapaðist 0-3. Undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar tryggði liðið sér í fyrsta sinn þátttökurétt á lokakeppni evrópumótsins í knattspyrnu sem haldið var í Frakklandi árið 2016 og undir stjórn Heimis komst liðið í fyrsta sinn á heimsmeistaramótsins. Ísland komst í 18. sæti á FIFA styrkleikalistanum í byrjun árs 2018 og hafði liðið aldrei verið hærra. Liðið er fulltrúi smæstu þjóðar sem hefur komist á EM og HM.

Keppnir

breyta

Ísland á stórmótum

breyta
 
Ísland - Króatía á HM 2018.

Ísland hefur tvívegis komist á stórmót EM 2016 og HM 2018. Liðið var nálægt því árið 2014 þegar það tapaði í umspili gegn Króatíu um laust sæti. Á EM komst liðið í 8 liða úrslit eftir frækinn sigur gegn Englandi. Liðið komst ekki upp úr riðli á HM.

Umspil var gegn Rúmeníu og Ungverjalandi um laust sæti á EM 2021 en seinni leikurinn tapaðist naumlega og liðið komst ekki á stórmót þriðja árið í röð.

Þjóðadeildin

breyta

Þjóðadeildin var stofnuð 2018 og kom í stað vináttulandsleikja að mestu. Eftir góðan árangur á stórmótum fór Ísland í A-deild keppninnar, þ.e. lið af hæsta styrkleikaflokki. Ísland féll niður í B-deild haustið 2020 en liðið hafði tapað öllum leikjum sínum á móti sterkari þjóðum.

Leikmenn

breyta

Núverandi leikmenn

breyta

Leikmenn í hóp fyrir leiki við Wales og Tyrklandi í Þjóðardeildinni 11. og 14. október. 2024
Tölfræði uppfærð í okt 2024.

Markmenn Fæðingar­dagur (Aldur) Leikja­fjöldi Mörk Lið
Patrik Sigurður Gunnarsson 15. november 2000 (23 ára) 4 0   Kortrijk
Hákon Rafn Valdimars­son 13. október 2001 (22 ára) 14 0   Brentford FC
Elías Rafn Ólafsson 11. mars 2000 (23 ára) 6 0   FC Midtjylland
Varnar­menn Fæðingar­dagur (Aldur) Leikja­fjöldi Mörk Lið
Victor Pálsson 30. apríl 1991 (32 ára) 45 2   KAS Eupen
Alfons Sampsted 6. apríl 1998 (25 ára) 22 0   FC Twente
Valgeir Lunddal Friðriksson 24. september 2001 (22 ára) 13 0   Fortuna Düsseldorf
Guðmundur Þórarinsson 15. apríl 1992 (31 ára) 15 0   OFI Crete
Hjörtur Hermanns­son 8. febrúar 1995 (28 ára) 29 1   AC Pisa
Kolbeinn Finnsson 25. ágúst 1999 (24 ára) 14 0   Lyngby BK
Miðjumenn Fæðingar­dagur (Aldur) Leikja­fjöldi Mörk Lið
Hákon Arnar Haraldsson 2003 (20 ára) 19 3   FC Köben­havn
Jóhann Berg Guðmunds­son 27. október 1990 (32 ára) 97 8   Burnley F.C.
Ísak Bergmann Jóhannes­son 23. mars 2003 (20 ára) 29 3   Fortuna Düsseldorf
Arnór Ingvi Traustason 30. apríl 1993 (30 ára) 61 6   IFK Norrköping
Mikael Anderson 1. júlí 1998 (25 ára) 31 2   AGF
Mikael Ellert Egilsson 11. mars 2002 (21 ára) 17 1   Venezia FC
Kristján Hlynsson 23. janúar 2004 (19 ára) 2 0   Ajax FC
Júlíus Magnússon 28. júní 1998 (25 ára) 5 0   Frederik­stad
Sóknar­menn Fæðingar­dagur (Aldur) Leikja­fjöldi Mörk Lið
Willum Þór Willumsson 23. október 1998 (26 ára) 13 0   Go Ahead Eagles
Jón Dagur Þorsteinsson 26. nóvember 1998 (24 ára) 40 6   OH Leuven
Orri Óskarsson 29 ágúst 2004 (19 ára) 12 4   FC Kaup­manna­höfn
Sævar Atli Magnússon 16. júní 2000 (23 ára) 5 0   Lyngby BK

Flestir leikir

breyta

Uppfært í okt. 2024.

Röð Nafn Ferill Fjöldi leikja Mörk
1 Birkir Bjarnason 2010-2022 113 15
2 Rúnar Kristinsson 1987–2004 104 3
3 Birkir Már Sævarsson 2007–2021 103 3
Aron Einar Gunnarsson 2008– 103 5
5 Ragnar Sigurðsson 2007–2020 97 5
Jóhann Berg Guðmundsson 2008- 97 8
7 Kári Árnason 2005-2021 90 6
8 Hermann Hreiðarsson 1996–2011 89 5
9 Eiður Guðjohnsen 1996–2016 88 26
10 Ari Freyr Skúlason 2009-2021 83 0
Gylfi Sigurðsson 2010- 83 27
12 Guðni Bergsson 1984–2003 80 1
13 Hannes Þór Halldórsson 2011-2021 77 0
14 Brynjar Björn Gunnarsson 1997–2009 74 4
Birkir Kristinsson 1988–2004 74 0
16 Alfreð Finnbogason 2010– 73 17
Arnór Guðjohnsen 1979–1997 73 14
Emil Hallfreðsson 2005–2020 73 1
19 Ólafur Þórðarson 1984–1996 72 5
20 Arnar Grétarsson 1991–2004 71 2
Árni Gautur Arason 1998–2010 71 0
22 Atli Eðvaldsson 1976–1991 70 8
23 Sævar Jónsson 1980–1992 69 1
24 Marteinn Geirsson 1971–1982 67 8
25 Eyjólfur Sverrisson 1990–2001 66 10
26 Indriði Sigurðsson 2000–2014 65 2
Sigurður Jónsson 1983–1999 65 3
28 Jón Daði Böðvarsson 2012– 64 4
Kolbeinn Sigþórsson 2010-2021 64 26
30 Helgi Sigurðsson 1993–2008 62 10
31 Arnór Ingvi Traustason 2015- 61 6
32 Þórður Guðjónsson 1993–2004 58 13
33 Heiðar Helguson 1999–2011 55 12
34 Kristján Örn Sigurðsson 2003–2011 53 4
Rúrik Gíslason 2009–2018 53 3
Sverrir Ingi Ingason 2014- 53 3
37 Arnar Þór Viðarsson 1998–2007 52 2
38 Árni Sveinsson 1975–1985 50 4
Gunnar Gíslason 1982–1991 50 3
39 Hörður Björgvin Magnússon 2014-2023 49 2
40 Sigurður Grétarsson 1980-1992 46 8
Ragnar Margeirsson 1981-1992 46 4
Grétar Steinsson 2002-2012 46 4
43 Matthías Hallgrímsson 1968-1977 45 11
Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 45 5
Victor Pálsson 2014- 45 2
44 Ríkharður Daðason 1991-2003 44 14
45 Tryggvi Guðmundsson 1997-2008 42 12
Lárus Sigurðsson 1995-2003 42 2
Kristján Jónsson 1984-1995 42 0
48 Pétur Pétursson 1978-1990 41 11
Teitur Þórðarson 1972-1985 41 9
Þorvaldur Örlygsson 1987-1995 41 7
Pétur Ormslev 1979-1991 41 5
Bjarni Sigurðsson 1980-1991 41 0
Elmar Bjarnason 2007-2018 41 0
54 Jón Daði Þorsteinsson 2018- 40 6
55 Guðgeir Leifsson 1971-1979 39 1
Ómar Torfason 1981-1989 39 1
57 Albert Guðmundsson 2017- 37 10
Guðmundur Þorbjórnsson 1976-1986 37 7
59 Pétur Marteinsson 1993-2005 36 1
Ólafur Skúlason 2003-2018 36 1
60 Auðunn Helgason 1998-2005 35 1
61 Veigar Gunnarsson 2001-2011 34 6
Jóhannes Eðvaldsson 1971-1983 34 2

Flest mörk

breyta

Uppfært okt, 2024

Röð Nafn Ferill Mörk Fjöldi leikja Meðaltal marka á leik
1 Gylfi Þór Sigurðsson 2010– 27 83 0.33
2 Eiður Guðjohnsen 1996–2016 26 88 0.30
Kolbeinn Sigþórsson 2010–2021 26 64 0.41
3 Alfreð Finnbogason 2010–2024 18 73 0.25
Ríkharður Jónsson 1947–1965 17 33 0.52
4 Birkir Bjarnason 2010–2022 15 113 0.13
5 Ríkharður Daðason 1991–2004 14 44 0.32
Arnór Guðjohnsen 1979–1997 14 73 0.19
6 Þórður Guðjónsson 1993–2004 13 58 0.22
7 Tryggvi Guðmundsson 1997–2008 12 42 0.29
Heiðar Helguson 1999–2011 12 55 0.22
8 Pétur Pétursson 1978–1990 11 41 0.27
Matthías Hallgrímsson 1968–1977 11 45 0.24
9 Albert Guðmundsson 2017- 10 37
Helgi Sigurðsson 1993–2008 10 62 0.16
Eyjólfur Sverrisson 1990–2001 10 66 0.15
10 Þórður Þ. Þórðarson 1951–1958 9 16 0.56
Teitur Þórðarson 1972–1985 9 41 0.22
11 Jóhann Berg Guðmundsson 2008- 8 97 0.08
Guðmundur Steinsson 1980–1988 8 19 0.42
Sigurður Grétarsson 1980–1992 8 46 0.17
Marteinn Geirsson 1971–1982 8 67 0.12
Atli Eðvaldsson 1976–1991 8 70 0.11

Næstu leikir Íslands

breyta

Þjóðadeildin

  • 14. október: Ísland - Tyrkland
  • 16. nóvember: Svartfjallaland - Ísland
  • 19. nóvember: Wales - Ísland

Þjálfarar

breyta
   

++ Hafsteinn Guðmundsson gegndi starfi landsliðseinvaldar frá 1969-74. Hlutverk hans var að velja landsliðshópinn þótt aðrir sinntu þjálfun liðsins.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 [1]FIFA

Tenglar

breyta
  NODES