Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu er fulltrúi Íslands á alþjóðlegum mótum kvenna í knattspyrnu. Liðið hefur þrisvar sinnum tekið þátt í Evrópumeistarakeppni kvenna: EM 2009, EM 2013 og EM 2017. Það hefur einnig tryggt sér sæti á EM 2022. Besti árangur er 8 liða úrslit árið 2013. Kvennalandslið Íslands hefur aldrei tryggt sér sæti á HM.

Kvennalandsliðið í fótbolta
Merki landsliðsins
GælunafnStelpurnar okkar
ÍþróttasambandKnattspyrnusamband Íslands
ÁlfusambandUEFA
ÞjálfariÞorsteinn Halldórsson
AðstoðarþjálfariIan Jeffs
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
13 (ágúst 2024)
13 (ágúst 2024)
22 (september 2018)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
Fáni Skotlands Skotland 3-2 Ísland Fáni Íslands
(Kilmarnock, Skotlandi; 20. september, 1981)
Stærsti sigur
Fáni Íslands Ísland 12-0 Eistland Fáni Eistlands
(Reykjavík, Íslandi; 17. september, 2009)
Mesta tap
Fáni Þýskalands Þýskaland 8-0 Ísland Fáni Íslands
(Mannheim, Þýskalandi; 28. júní, 1996)
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 8-0 Ísland Fáni Íslands
(Charlotte, Bandaríkjunum; 5. apríl, 2000)
Evrópumeistarakeppni kvenna
Keppnir4 (fyrst árið 1995)

Frá árinu 2009 hefur liðið tekið þátt í æfingamótinu Algarve Cup í Portúgal.

Saga kvennalandsliðsins

breyta

Íslenska kvennalandsliðið var stofnað árið 1981. Fyrsti leikur liðsins var á sama ári, gegn Skotum, þar sem Skotarnir unnu naumlega 3-2.[1] Kvennalandsliðið tók síðan þátt í fyrsta skipti í Evrópukeppni ári síðar.[2]

Árið 1984 hætti kvennalandsliðið í evrópukeppninni. Ákvörðunin var tekin af Knattspyrnusambandi Íslands og mikil óánægja var á meðal landsliðskvenna sem söfnuðu 2.129 undirskriftum gegn ákvörðun KSÍ. Fyrir ákvörðun KSÍ hafði liðið spilað 6 leiki í evrópukeppninni frá stofnun kvennalandsliðsins. Ákvörðunin þýddi jafnframt að liðið gæti ekki keppt í evrópukeppninni fyrr en 1987.[3] Á árinu 1987 tók við að kvennalandsliðið var lagt niður, og var ekki endurvakið fyrr en 1993.[4]

Einu ári eftir endurvakningu kvennaliðsins komst liðið i umpsil tilsvarandi 8 liða úrslit í undankeppninni fyrir EM 1995 eftir að hafa unnið sinn riðil. Bara 4 lið fengu að taka þátt á lokakeppni EM, og komust þær ekki þangað eftir tvöfalt tap á móti Englandi. Munaði þá líka litlu að liðið fengi að leika í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar. Ásta B. Gunnlaugsdóttir, knattspyrnukona var jafnframt valin knattspyrnumaður ársins.[5] Liðið tapaði í 1996 umspili á móti Þýskalandi um sæti á EM 1997.

Á árinu 2001 urðu tvær landsliðskonur atvinnumenn í Bandaríkjunum, þær Rakel Ögmundsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. Sama ár komst KR í fyrsta skipti í evrópukeppni. Kvennalandsliðið sjálft komst jafnframt í undankeppni heimsmeistarakeppninnar.[4] Þremur árum síðar spilaði kvennalandsliðið í fyrsta skipti innanhús.[6]

Á árinu 2008 urðu straumhvörf hjá kvennalandsliðinu. Tíu landsliðskonur urðu atvinnumenn, þær Guðbjörg Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Edda Garðarsdóttir, Ólína Viðarsdóttir, Ásta Árnadóttir, Þóra Helgadóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir.[7] Kvennalandsliðið var á sama tímabili það fyrsta A-liða Íslands sem komst í lokakeppni stórmóts.

Frá árinu 2009 hefur liðið komist á hverja einustu evrópukeppni. í 2009 komst það ekki úr riðlinum en í 2013 komst það í fjórðungsúrslit. Í undankeppni fyrir EM 2017 vann liðið Þýskaland 3-2 en það telst eitt sterkasta landslið heims. Harpa Þorsteinsdóttir var ein af þremur markahæstu leikmönnum í þeirri undankeppni með 10 mörk. Liðið komst samt ekki úr riðlinum það ár. Haustið 2018 var sett áhorfendamet þegar Laugardalsvöllur fylltist er Ísland mætti Þýskalandi.

Vegna COVID-19 var EM 2021 frestað um ár og fer keppnin fram í Englandi í júlí 2022. Þann 1. desember 2020 tryggði liðið sér sæti á mótið.

Núverandi leikmenn

breyta

Tölfræði uppfærð, júlí 2022. Lið valið fyrir Evrópumótið í knattspyrnu 2022

Markmenn Fæðingardagur (Aldur) Leikjafjöldi Mörk Lið
Cecilía Rán Rúnarsdóttir 26. júlí 2003 (19 ára) 7 0   Bayern München
Sandra Sigurðardóttir 2. október 1986 (35 ára) 42 0   Valur
Telma Ívarsdóttir 30. mars 1999 (23 ára) 1 0   Breiðablik
Varnarmenn Fæðingardagur (Aldur) Leikjafjöldi Mörk Lið
Glódís Perla Viggósdóttir 27. júní 1995 (27 ára) 102 6   Bayern München
Ingibjörg Sigurðardóttir 7. október 1997 (24 ára) 45 0   Vålerenga
Hallbera Guðný Gísladóttir 14. september 1986 (35 ára) 123 3   IFK Kalmar
Guðrún Árnadóttir 4. ágúst 2000 (21 ára) 15 0   AC Milan
Guðrún Arnardóttir 29. júlí 1995 (26 árs) 19 1   FC Rosengård
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 2. júní 2001 (21 ára) 6 0   Breiðablik
Sif Atladóttir 15. júlí 1985 (37 ára) 89 0   UF Selfoss
Elísa Viðarsdóttir 26. maí 1991 (31 ára) 47 0   Valur
Miðjumenn Fæðingardagur (Aldur) Leikjafjöldi Mörk Lið
Sara Björk Gunnarsdóttir 29. september 1990 (20 ára) 139 22   Juventus
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 28. september 1988 (33 ára) 90 14   Orlando Pride
Dagný Brynjarsdóttir 10. ágúst 1991 (30 ára) 102 34   West Ham United Women
Agla María Albertsdóttir 5. ágúst 1999 (22 ára) 47 4   BK Häcken
Alexandra Jóhannsdóttir 12. mars 2000 (22 ára) 24 3   Eintracht Frankfurt
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 8. ágúst 2001 (20 ára) 19 7   Bayern München
Selma Sól Magnúsdóttir 23. apríl 1998 (24 ára) 17 2   Rosenborg
Amanda Andradóttir 18. desember 2001 (20 ára) 6 0   Kristianstads DFF
Sóknarmenn Fæðingardagur (Aldur) Leikjafjöldi Mörk Lið
Elín Metta Jensen 1. mars 1995 (27 ára) 59 16   Valur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 18. janúar 1992 (30 ára) 63 11   SK Brann
Sveindís Jane Jónsdóttir 5. júní 2001 (20 ára) 19 7   VfL Wolfsburg
Svava Rós Guðmundsdóttir 11. nóvember 1995 (27 ára) 36 2   SK Brann


Þjálfarar kvennalandsliðsins

breyta
 
Freyr Alexandersson.

Sigurður Hannesson 1981-1984
Sigurbergur Sigsteinsson 1985-1986
Aðalsteinn Örnólfsson 1987
Sigurður Hannesson og Steinn Mar Helgason 1992
Logi Ólafsson 1993-1994
Kristinn Björnsson 1995-1996
Vanda Sigurgeirsdóttir 1997-1999
Þórður Georg Lárusson 1999-2000
Logi Ólafsson 2000
Jörundur Áki Sveinsson 2000-2003
Helena Ólafsdóttir 2003-2004
Jörundur Áki Sveinsson 2004-2006
Sigurður Ragnar Eyjólfsson 2007-2013
Freyr Alexandersson 2013-2018
Jón Þór Hauksson 2018-2020
Þorsteinn Halldórsson 2021-

Tilvísanir

breyta
  1. „Leikir kvennalandsliðsins frá upphafi“. Knattspyrnusamband Íslands. Sótt 25. september, 2010.
  2. „Kvennalandsliöið leikur við Noreg á laugardaginn“. Morgunblaðið. 25. ágúst 1982. bls. 30. Sótt 25. september, 2010.
  3. „Eina lausnin að stofna sérsamband“. Morgunblaðið. 1. júlí 1984. bls. 4. Sótt 25. september, 2010.
  4. 4,0 4,1 „Kvennaknattspyrnan á uppleið“. Morgunblaðið, B blað. 18. ágúst 2001. bls. 2. Sótt 25. september, 2010.
  5. „Íþróttaárið 1994“. Morgunpósturinn, Sport. 29. desember 1994. bls. 34. Sótt 25. september, 2010.
  6. „Skrítið að spila innanhúss“. Fréttablaðið. 13. mars 2004. bls. 56. Sótt 25. september, 2010.
  7. Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Hugarfar sigurvegarans“ (PDF). bls. 20. Afrit af upprunalegu (pdf) geymt þann 22. mars 2010. Sótt 25. september, 2010.
  NODES