Ítölsk líra
Ítölsk líra (ítalska: lira, fleirtala lire) var gjaldmiðill Ítalíu frá 1861 til 2002. Fram að lokum Síðari heimsstyrjaldar skiptist hún í 100 hundraðshluta (centesimi) en útgáfu slíkra senta var hætt þegar útgáfa hennar var aftur tekin upp eftir stríð. Ítalska líran var tengd evrunni árið 1999. Árið 2002 var síðan evran sjálf tekin upp sem gjaldmiðill og þá var gengið fest í 1 EUR = 1.936,27 ITL. Nafnið líra er dregið af latneska orðinu libra sem merkir vog.
Ítölsk líra Lira italiana | |
---|---|
Land | Ítalía (áður) Albanía (1941–1943) San Marínó (áður) Vatíkanið (áður) |
Skiptist í | 100 hundraðshluta (centesimi) |
ISO 4217-kóði | ITL |
Skammstöfun | ₤ / L |
Mynt | 5₤, 10₤, 20₤, 50₤, 100₤, 200₤, 500₤, 1000₤ |
Seðlar | 1.000₤, 2.000₤, 5.000₤, 10.000₤, 50.000₤, 100.000₤, 500.000₤ |
Líran var einnig gjaldmiðill hins skammlífa konungsríkis Ítalíu frá 1807 til 1814.