Ósýnilega félagið

Ósýnilega félagið (latína: Societas invisibilis) var fyrsta bókmennta- og vísindafélag á Íslandi, stofnað um 1760 , einkum til að stuðla að útgáfu á fornritum og vísindaritum.

Félagið stóð undir nafni að því leyti að fátt er vitað um starfsemi þess. Þó er ljóst að stofnendur voru þeir Gísli Magnússon biskup á Hólum, sem var formaður félagsins, Hálfdan Einarsson skólameistari, sem mun hafa átt frumkvæðið að félagsstofnuninni og verið helsti drifkraftur félagsins, Bjarni Halldórsson á Þingeyrum og Sveinn Sölvason lögmaður á Munkaþverá. Stuðningsmenn félagsins í Danmörku voru þeir Jón Eiríksson konferensráð, Hannes Finnsson, síðar biskup, og Gerhard Schönning prófessor í Sórey.

Félagið starfaði í nokkur ár en gaf aðeins út eina bók, Konungsskuggsjá, sem Hálfdan hafði þýtt á dönsku og latínu. Var hún prentuð í Sórey árið 1768 og kostuð af Sören Pens, kaupmanni á Hofsósi.

Þar sem félagið virðist aldrei hafa verið lagt formlega niður var það endurreist á Hólum haustið 1992 og eru reglulega haldnir fyrirlestrar og erindi við Háskólann á Hólum í nafni þess.

Heimild

breyta
  • „Hólaskóli: Símenntun og fræðslufundir“.
  NODES
languages 1
os 1