Úlfur Karlsson

íslenskur listamaður

Úlfur Karlsson (fæddur 12 júlí 1987) er íslenskur listamaður og kvikmyndaleikstjóri. Úlfur hóf feril sinn með gerð stuttmynda og heimildarmynda. Árið 2008 komst Úlfur á New York Independent Film and Video Festival með stuttmyndina Pirovat. Árið 2017 lauk hann námi við Kvikmyndaskóla Íslands. Hann hefur gert tvær stuttmyndir síðan þá, Tvísögu, árið 2024, og Einskonar Alaska, árið 2008, sem byggð var á útvarpsleikriti eftir Harold Pinter.[1] Eftir það sneri hann sér að mestu að myndlistinni. Árið 2009 lauk hann fornámi í Myndlistarskólanum á Akureyri.[2] Þá hóf hann nám við Valand School of Fine Arts og lauk BA gráðu þaðan.[3] Þar hefur hann haldið margar sýningar á abstrakt expressíónistískum málverkum sínum. Úlfur hefur einnig haldið fjölmargar sýningar á Íslandi, meðal annars í Listasafni ASÍ , Slunkaríki og Sláturhúsinu á Egilsstöðum.[4] Hann hefur einnig sýnt verk sín í Svíþjóð, Þýskalandi, Danmörku og Grikklandi,Thailandi og Suður Kenýa .[5] Árið 2015 tók Úlfur þátt í sýningunni Nýmálað í Listasafni Reykjavíkur. Hann hélt einnig sýningu sem bar titilinn Við erum ekki hrædd, í Listasafni Reykjavíkur[6] og sýningu sem hét Inngræðsla í Gallerý Veður og Vindur.[7] Árið 2016 hélt Úlfur einkasýningu í Galerie Hilger NEXT í kænugarði sem bar titilinn "By Proxy". [8]

Úlfur Karlsson, 2015
By Proxy (2016)

.

Stuttmyndir

breyta
  • Pirovat 2003
  • Tvísaga 2006
  • Einskonar Alaska 2008
 
By Proxy II (2016)

Tilvísanir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. febrúar 2016. Sótt 7. febrúar 2016.
  2. http://myndak.is/nemendur.html
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. desember 2014. Sótt 7. febrúar 2016.
  4. ulfurkarlsson.com
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. september 2016. Sótt 7. febrúar 2016.
  6. http://listasafnreykjavikur.is/syningar/d23-ulfur-karlsson-vid-erum-ekki-hraedd
  7. http://www.windandweather.is/past-2016/em07dfadr33l4bsgixo6kqekekb4qu[óvirkur tengill]
  8. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. október 2016. Sótt 15. október 2016.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES