Úthafsloftslag
Úthafsloftslag er tegund af loftslagi sem einkennist af miklu regni, sem dreifist fremur jafnt yfir árið, svölum sumrum (miðað við hnattstöðu) og svölum vetrum. Meðalhiti hlýjasta sumarmánaðar er sjaldan meiri en um 20° C, en kaldasta vetrarmánaðarins sjaldan undir 0° C. Árstíðasveifla í hitafari er því fremur lítil. Úthafsloftslag er útbreiddast í Evrópu, þar sem það nær mun lengra inn frá ströndum en í öðrum heimsálfum.