Þingholtsstræti 9

Þingholtsstræti 9 er timburhús sem áður stóð við Þingholtsstræti. Húsið var reist árið 1846 úr timbri sem gekk af við byggingu Menntaskólans í Reykjavík. Helgi Jónsson snikkari reisti húsið og bjó þar með fjölskyldu sinni. Jónas og Helgi synir Helga voru áberandi í tónlistarlífi og stofnuðu Söngfélagið Harpan og Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. Í húsinu voru haldin píuböll.[1]

Þingholtsstræti 9 er núna staðsett á Árbæjarsafni

Þann 5. febrúar árið 1908 var Bakarasveinafélag Íslands stofnað í húsinu, en þá bjó í því Guðmundur Guðmundsson, bakarasveinn. Voru stofnendur 16 talsins. [2] [3]

Árið 1969 var húsið flutt í Árbæjarsafn þar sem það stendur nú.

Tilvísanir

breyta
  1. Minjasafn Reykjavíkur
  2. Morgunblaðið 1968[óvirkur tengill]
  3. Morgunblaðið 1983[óvirkur tengill]

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES