Þingvallavatn, til forna kallað Ölfusvatn, er stærsta náttúrulega stöðuvatn Íslands og er 83,7 km2 að flatarmáli.[1] Í Þingvallavatni eru tvær megineyjar, Sandey og Nesjaey og milli þeirra er Heiðarbæjarhólmi. Við norðanvert vatnið eru Þingvellir, suðaustan af því er Úlfljótsvatn.

Þingvallavatn
Kort.

Þar sem Þingvallavatn er dýpst er það 114 m. Mest af vatninu kemur beint úr uppsprettum og því er aðeins lítill hluti þess úr ám. Þó renna árnar Villingavatnsá, Ölfusvatnsá og Öxará í Þingvallavatn. Úr vatninu rennur Sogið, en það er stærsta lindá á Íslandi. Þrjár fiskategundir lifa í Þingvallavatni, en þær eru: bleikja, hornsíli og urriði.[2] Í Þingvallavatni eru fjögur afbrigði af bleikju, fleiri en fundist hafa í nokkru öðru vatni í heiminum, og allar eru þær einstakar fyrir vatnið.


Slys á vatninu

breyta

15. maí 1955

breyta

Tvítugur piltur drukknar þegar 4 ungir piltar fóru á vatnið eftir miðnætti. Þrír björguðust naumlega sem héldu sér í hvolfdan bátinn. Sá sem fórst reyndi að synda í land en honum fataðist sundið. [3]

31. maí 1958

breyta

Ungur maður drukknar þegar bát hvolfdi. Tveir aðrir komust lífs af. [4]

11. júlí 1966

breyta

Barn drukknaði í vatninu.[5]

Hvítasunnudagur 1985

breyta

Þrennt drukknaði á hvítasunnudag árið 1985. Slæmt veður og öldur voru á vatninu. Fólkið var á léttbyggðum plastbát sem hefur líklega hvolft.[6]

20. maí 2018

breyta

Bandaríkjamenn, karl og kona létust eftir að annað féll útbyrðis og hitt reyndi að bjarga því. [7] [8]

Ágúst 2019

breyta

Belgískur ferðamaður lést við vatnið. [9]

Febrúar 2022

breyta

Þann 3. febrúar lenti Cessna-flugvél í útsýnisflugi á vatninu. Flugmaður og 3 erlendir farþegar létust í kjölfarið en afar kalt var við og í vatninu. Í björgunaraðgerðum tóku um 1000 manns þátt.

Tilvísanir

breyta
  1. Það skal þó tekið fram að Þórisvatn getur orðið allt að 86 km2 eftir að það var gert að miðlunarlóni, áður náði það aðeins 70 km2.
  2. Á Íslandi öllu eru aðeins fimm tegundir ferskvatnsfiska
  3. Morgunblaðið 16. júlí 1955
  4. Vísir - 2. júní 1958
  5. Tíminn - 12. júlí 1966
  6. Þjóðviljinn 29. maí 1985 - Þrennt drukknaði
  7. [1]Nútíminn
  8. [2] Rúv, 20. maí 2018
  9. [3]Mbl.is 10. sept, 2019

Heimildir

breyta
  • „Thingvellir.is - fiskurinn“. Sótt 4. desember 2005.
  • „Þingvallavatn“. Sótt 4. desember 2005.
  • „Þórisvatn“. Sótt 4. desember 2005.
  NODES
languages 1