1118
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1118 (MCXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 28. apríl - Þorlákur Runólfsson var vígður Skálholtsbiskup í Danmörku.
- Lögbókin sem Hafliði Másson, Bergþór Oddsson og fleiri höfðu unnið að á Breiðabólstað í Vesturhópi um veturinn lesin upp og samþykkt á Alþingi.
Fædd
- Páll Sölvason, prestur í Reykholti (d. 1185).
Dáin
- Gissur Ísleifsson, Skálholtsbiskup (f. 1042).
- Sigmundur Þorgilsson goðorðsmaður á Svínafelli dó í Róm á suðurgöngu.
Erlendis
breyta- 24. janúar - Gelasíus II (Giovanni Caetani) varð páfi.
- 8. mars - Gregoríus VII (Maurizio de Burdino) varð mótpáfi.
- Jóhannes 2. Komnenus varð keisari í Býsans.
- Ingi hinn yngri varð Svíakonungur.
Fædd
- 28. nóvember - Manúel 1. Komnenus, Býsanskeisari (d. 1180).
- 21. desember - Thomas Becket, erkibiskup í Kantaraborg (d. 1170).
- Kristín Knútsdóttir, Noregsdrottning, kona Magnúsar blinda.
- Andróníkus 1. Komnenus, Býsanskeisari (d. 1185).
Dáin
- 21. janúar - Paskalis 2. páfi.
- 2. apríl - Baldvin 1., konungur Jerúsalem (f. 1058?)
- 1. maí - Matthildur (Edit) af Skotlandi, Englandsdrottning, fyrri kona Hinriks 1. (f. um 1080).
- 15. ágúst - Alexíus 1. Komnenus, Býsanskeisari (f. 1048).
- Filippus Svíakonungur.