1361
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1361 (MCCCLXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Smiður Andrésson kom til landsins með hirðstjórn.
- 18. júní - Smiður Andrésson hirðstjóri lét taka Árna Þórðarson, fyrrverandi hirðstjóra, af lífi í Lambey í Fljótshlíð vegna aftöku Markúsar barkaðar og fjölskyldu hans á sama stað 1360.
- Jón Guttormsson skráveifa varð lögmaður sunnan og austan.
- Prestar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu neituðu að beygja sig undir Jón skalla Eiríksson Hólabiskup en hann bannfærði þá.
- Ólafssúðin, sögð stærsta skip sem til Íslands hafði komið, fórst í hafi á leið til Noregs og með því Gyrðir Ívarsson Skálholtsbiskup, sem hafði bjargast naumlega úr skipstapa árið áður, og nærri áttatíu menn aðrir.
- Einokunarverslun fyrri komið á þar sem kaupmenn frá Björgvin fengu einkaleyfi til verslunar í öllu ríki Noregskonungs.
Fædd
Dáin
- 14. mars - Eysteinn Ásgrímsson munkur, höfundur Lilju.
- 18. júní - Árni Þórðarson hirðstjóri (f. 1315).
- 13. október - Arngrímur Brandsson, skáld og ábóti í Þingeyraklaustri.
- Gyrðir Ívarsson Skálholtsbiskup.
- Jórunn Hauksdóttir, abbadís í Kirkjubæjarklaustri.
Erlendis
breyta- Júlí - Valdimar atterdag lagði Gotland undir sig.
- 10. október - Svarti prinsinn giftist Jóhönnu, meynni fögru af Kent.
- Nóvember - Hákon Magnússon gerði uppreisn gegn föður sínum, Magnúsi Eiríkssyni smek, og hneppti hann í fangelsi.
- Borgin Buda varð höfuðborg Ungverjalands.
- Borgin Danzig gekk í Hansasambandið.
Fædd
- 26. febrúar - Venseslás 4., konungur Bæheims (d. 1419).
Dáin
- 18. september - Lúðvík 5., hertogi af Bæjaralandi (f. 1315).
- 21. nóvember - Filippus 1., hertogi af Búrgund, dó úr plágunni (f. 1346).
- Ingibjörg Hákonardóttir, drottning Svíþjóðar og ríkisstjóri Noregs og Svíþjóðar (f. 1301).