1483
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1483 (MCDLXXXIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 3. janúar - Þorleifur Björnsson hirðstjóri kom með lið til Reykhóla, þar sem Andrés Guðmundsson hafði búið um sig í virki. Menn Andrésar skutu úr byssum að mönnum Þorleifs svo að einn féll en margir særðust og hinir þurftu að leita skjóls í kirkju en innan fárra daga varð Andrés þó að gefast upp.
- Apríl - Þorleifur Björnsson og Andrés Guðmundsson sættust fyrir milligöngu vestfirskra höfðingja og varð Andrés að gefa upp allt tilkall til eigna Guðmundar Arasonar föður síns.
- Ásgrímur Sigmundsson var veginn í kirkjugarðinum í Víðidalstungu í brúðkaupi Jóns lögmanns bróður síns. Það varð kveikjan að Morðbréfamálinu rúmri öld síðar.
Fædd
Dáin
- Hrafn Brandsson eldri, lögmaður (f. um 1420).
- Þorkell Guðbjartsson (Galdra-Keli), prestur í Laufási.
Erlendis
breyta- 1. janúar - Gyðingar reknir burt frá Andalúsíu.
- 3. febrúar - Hans varð konungur Danmerkur og Noregs.
- 9. apríl - Játvarður 5. varð konungur Englands, tólf ára að aldri, en var komið fyrir í Tower of London, ásamt bróður sínum, Ríkharði hertoga af York. Þar var þeim ráðinn bani.
- 6. júlí - Ríkharður 3. var krýndur konungur Englands.
Fædd
- 6. apríl - Rafael, ítalskur listmálari (d. 1520).
- 10. nóvember - Marteinn Lúther, þýskur siðaskiptamaður (d. 1546).
Dáin
- 9. apríl - Játvarður 4., konungur Englands (f. 1442).
- 30. ágúst - Loðvík 11. Frakkakonungur (f. 1423).