1554
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1554 (MDLIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 12. mars - Klausturhald formlega aflagt.
- Maí-júní - Heklugos í Vondubjöllum, suðvestur af fjallinu.
- Oddur Gottskálksson varð lögmaður norðan og vestan.
- Knud Stensen varð hirðstjóri.
- Séra Oddur Þorsteinsson í Eyjafirði var dæmdur útlægur úr Norðlendingafjórðungi alla sína ævi fyrir að hafa náð barnungri mágkonu sinni á sitt vald með göldrum og nauðgað henni. Hann átti líka að missa hægri höndina (en Páll Stígsson höfuðsmaður náðaði hann þó) og einnig skyldi skera af honum bæði eyrun ef hann gyldi ekki stúlkunni stórfé í skaðabætur.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 12. febrúar - Lafði Jane Grey og eiginmaður hennar, Guildford Dudley lávarður, voru tekin af lífi í London.
- 17. mars - Elísabet prinsessa var fangelsuð í Tower of London.
- 12. apríl - María af Guise varð ríkisstjóri Skotlands.
- 23. júlí - Filippus 2. varð konungur Napólí og Sikileyjar.
- 23. - 25. júlí - María 1. Englandsdrottning giftist Filippusi konungi af Napólí og Sikiley, einkasyni Karls 5. keisara.
- Fyrsta kaffihúsið var opnað í Istanbúl í Tyrklandi.
Fædd
- 9. janúar - Gregoríus 15. páfi (d. 1623).
- 20. janúar - Sebastían 1. Portúgalskonungur (d. 1578).
- 5. júlí - Elísabet af Austurríki, kona Karls 9. Frakkakonungs (d. 1592).
- 19. desember - Filippus Vilhjálmur, Óraníufursti (d. 1618).
Dáin
- 1. janúar - Pedro de Valdivia, spænskur landvinningamaður (f. um 1500).
- 12. febrúar - Lafði Jane Grey, Englandsdrottning í níu daga, hálshöggvin (f. um 1537).
- 21. febrúar - Hieronymus Bock, þýskur grasafræðingur (f. 1498).
- 22. september - Francisco Vásquez de Coronado, spænskur landvinningamaður (f. um 1510).
- Leó Afríkanus, súdanskur sagnfræðingur (f. 1495).