1690
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1690 (MDCXC í rómverskum tölum) var 90. ár 17. aldar sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 6. janúar - Jósef, sonur Leópolds 1., var krýndur konungur Ungverjalands og konungur Rómverja.
- 14. janúar - Klarinettið var fundið upp í Nürnberg í Þýskalandi.
- 12. júlí - Orrustan við Boyne: herir Vilhjálms 2. sigruðu her Jakobs 2. á Írlandi.
- Desember - Fyrsta skráða skipti sem Úranus sást frá jörðu
Ódagsettir atburðir
breyta- Klemus Bjarnason frá Ströndum var dæmdur á bálið fyrir galdra. Dómnum var síðan breytt í ævilanga útlegð. Þar með lauk brennuöld í Íslandssögunni.
- Breska Austur-Indíafélagið fékk leyfi til að reisa virki á Húglífljóti þar sem Kalkútta reis síðar.
Fædd
breyta- 22. janúar - Nicolas Lancret, franskur listmálari (d. 1743).
- 1. febrúar - Francesco Maria Veracini, ítalskt tónskáld (d. 1768).
- 28. október - Peter Wessel Tordenskiold, norskur flotaforingi (d. 1720).
Ódagsett
breyta- Christian Falster, danskur textafræðingur (d. 1752).
Dáin
breyta- 22. febrúar - Charles Le Brun, franskur listamaður (f. 1619).
- 27. maí - Giovanni Legrenzi, ítalskt tónskáld (f. 1626).
- 30. júní - Jón Vigfússon, Hólabiskup (f. 1643).