19. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
19. apríl er 109. dagur ársins (110. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 256 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1042 - Mikael 5. keisara í Býsans var steypt af stóli eftir fjóra mánuði í hásæti.
- 1244 - Tumi Sighvatsson yngri var drepinn á Reykhólum.
- 1246 - Í Blönduhlíð í Skagafirði var Haugsnesfundur, en þar börðust Brandur Kolbeinsson og Þórður kakali um völd. Meira en hundrað manns féllu í bardaganum og er þetta mannskæðasta orusta sem háð hefur verið á Íslandi.
- 1390 - Róbert 3. varð Skotakonungur.
- 1409 - Bréf var skrifað í Hvalsey á Grænlandi til að votta um brúðkaup sem þar var haldið árið áður. Þetta bréf er síðasta staðfesta heimildin um búsetu norrænna manna á Grænlandi.
- 1608 - Bandalag Ungverjalands, Austurríkis og Moravíu setti fram kröfugerð með stuðningi Matthíasar, bróður Rúdolfs 2. keisara sem henni var beint gegn.
- 1689 - Soffíu Amalíuborg brann í miðri óperusýningu. 170 manns úr hópi betri borgara Kaupmannahafnar fórust í eldsvoðanum.
- 1770 - Brúðkaup Loðvíks 16. Frakkakonungs og Marie Antoinette fór fram í Vínarborg.
- 1770 - James Cook skipstjóri sá strönd Ástralíu.
- 1776 - Orrusturnar um Lexington og Concord voru fyrstu orrustur Bandaríska frelsisstríðsins.
- 1810 - Venesúela fékk heimastjórn.
- 1839 - Konungsríkið Belgía varð formlega sjálfstætt og Sameinað konungsríki Niðurlandanna var leyst upp.
- 1887 - Landsbanki Íslands var sameinaður Sparisjóði Reykjavíkur.
- 1917 - Leikfélag Akureyrar var stofnað. Það var upphaflega áhugamannafélag, en hefur rekið atvinnuleikhús síðan 1973.
- 1923 - Alþýðubókasafn Reykjavíkur, sem síðar var nefnt Borgarbókasafn Reykjavíkur, tók til starfa.
- 1954 - Fermingarbörn í Akureyrarkirkju voru klædd hvítum kyrtlum sem var nýjung á Íslandi.
- 1954 - Íslenska kvikmyndin Nýtt hlutverk var frumsýnd.
- 1956 - Rainier III, fursti af Mónakó giftist bandarísku leikkonunni Grace Kelly.
- 1968 - Ralph Plaisted varð fyrstur til að komast á Norðurheimskautið svo óumdeilt sé.
- 1971 - Charles Manson var dæmdur til dauða fyrir hlutdeild í morðinu á Sharon Tate.
- 1971 - Sovétríkin skutu geimstöðinni Saljút I út í geiminn.
- 1975 - Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði var stofnaður.
- 1980 - Johnny Logan sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „What's Another Year“
- 1981 - Dýragarðurinn Le Cornelle var stofnaður í Valbrembo á Ítalíu.
- 1984 - „Advance Australia Fair“ varð þjóðsöngur Ástralíu.
- 1987 - Teiknimyndaþættirnir Simpsonfjölskyldan hófu göngu sína í The Tracey Ullman Show.
- 1989 - Central Park-árásin: Ráðist var á skokkarann Trisha Meili og henni nauðgað og misþyrmt hrottalega í Central Park í New York-borg. Fimm unglingar voru dæmdir fyrir árásina en reyndust saklausir þegar hinn raunverulegi árásarmaður játaði sök sína mörgum árum síðar.
- 1993 - Umsátrinu í Waco, Texas, lauk þegar eldur braust út og David Koresh lést ásamt 75 fylgismönnum.
- 1995 - Sprengjutilræðið í Oklahómaborg: Sprengja sprakk í Alfred. P. Murrah-byggingunni í Oklahómaborg. 169 manns fórust.
- 2000 - Nýtt húsnæði Listasafns Reykjavíkur var opnað í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
- 2005 - Þýski kardinálinn Joseph Alois Ratzinger var kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og tók sér nafnið Benedikt 16.
- 2007 - Dagblaðastríðið í Danmörku: Fríblaðið Dato hætti útgáfu.
- 2011 - Goodluck Jonathan var kjörinn forseti Nígeríu.
- 2018 - Raúl Castro lét af embætti sem forseti Kúbu. Miguel Díaz-Canel tók við og varð þar með fyrsti forseti Kúbu í rúm fjörutíu ár sem ekki er af Castro-ætt.
- 2020 – Mótmæli gegn ráðstöfunum stjórnvalda vegna COVID-19-faraldursins brutust út í París, Berlín og fleiri stöðum.
- 2021 - Geimþyrlan Ingenuity tókst á loft á Mars. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem menn stýrðu loftfari á annarri plánetu.
- 2021 - Raúl Castro sagði af sér embætti aðalritara kúbverska kommúnistaflokksins. Þar með lauk 62ja ára valdatíð Castro-bræðranna.
- 2022 - Elsta kona heims, Kane Tanaka, lést 119 ára að aldri.
Fædd
breyta- 1658 - Jóhann Vilhjálmur 2., kjörfursti í Pfalz (d. 1716).
- 1793 – Ferdinand 1. Austurríkiskeisari (d. 1875).
- 1801 - Gustav Fechner, þýskur sálfræðingur (d. 1887).
- 1832 - José Echegaray, spænskt leikskáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1916).
- 1882 - Getúlio Vargas, forseti Brasilíu (d. 1954).
- 1911 - Barbara Árnason, íslenskur myndlistarmaður (d. 1977).
- 1912 – Glenn Seaborg, bandarískur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1999).
- 1917 - Sven Hassel (Børge Willy Redsted Pedersenn), danskur rithöfundur (d. 2012).
- 1922 - Erich Hartmann, þýskur herflugmaður (d. 1993).
- 1925 - Guðmundur Steinsson, íslenskt leikskáld (d. 1996).
- 1933 – Jayne Mansfield, bandarísk leikkona (d. 1967).
- 1935 – Dudley Moore, breskur leikari og tónskáld (d. 2002).
- 1941 - Alan Price, breskur tónlistarmaður (The Animals).
- 1942 - Bas Jan Ader, hollenskur myndlistarmaður (d. 1975).
- 1946 – Tim Curry, breskur leikari.
- 1951 - Jóannes Eidesgaard, færeyskur stjórnmálamaður.
- 1960 - Gustavo Petro, kólumbískur hagfræðingur.
- 1970 - Jón Páll Eyjólfsson, íslenskur leikari.
- 1972 - Hinrik Hoe Haraldsson, íslenskur leikari.
- 1972 - Rivaldo, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1981 – Hayden Christensen, kanadískur leikari.
- 1992 - Nick Pope, enskur knattspyrnumaður.
- 1999 - Ty Panitz, bandarískur leikari.
Dáin
breyta- 1244 - Tumi Sighvatsson yngri, drepinn á Reykhólum (f. 1222).
- 1246 - Brandur Kolbeinsson, höfðingi Ásbirninga (f. 1209).
- 1390 - Róbert 2., Skotakonungur (f. 1316).
- 1560 - Philipp Melanchthon, þýskur siðbótarmaður (f. 1497).
- 1689 - Kristín Svíadrottning (f. 1626).
- 1738 - Þrúður Þorsteinsdóttir, biskupsfrú á Hólum, (f. 1666).
- 1768 - Canaletto, ítalskur málari (f. 1697).
- 1824 - Byron lávarður, enskt skáld (f. 1788).
- 1881 - Benjamin Disraeli, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1804).
- 1882 - Charles Darwin, enskur náttúrufræðingur (f. 1809).
- 1906 - Pierre Curie, franskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1859).
- 1914 - Charles Sanders Peirce, bandarískur heimspekingur (f. 1838).
- 1961 - Jimmy Youell, breskur flugmaður (f. 1900).
- 1967 – Konrad Adenauer, þýskur stjórnmálamaður og kanslari (f. 1876).
- 1974 - Ayub Khan, forseti Pakistan (f. 1907).
- 1989 – Daphne du Maurier, breskur rithöfundur (f. 1907).
- 1992 – Benny Hill, enskur gamanleikari (f. 1924).
- 1998 - Octavio Paz, mexíkóskur rithöfundur (f. 1914).
- 2005 – Niels-Henning Ørsted Pedersen, danskur djasstónlistarmaður (f. 1946).
- 2009 - J. G. Ballard, breskur rithöfundur (f. 1930).
- 2021 – Walter Mondale, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1928).