25. mars
dagsetning
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
25. mars er 84. dagur ársins (85. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 281 dagur er eftir af árinu.
Þennan dag er haldið upp á boðunardag Maríu í kaþólskum löndum, en dagurinn var fyrsti dagur ársins í löndum kristinna manna til ársins 1621.
Atburðir
breyta- 708 - Konstantínus varð páfi.
- 1016 - Nesjaorusta var háð í Noregi milli Sveins jarls og Ólafs Haraldssonar.
- 1199 - Ríkharður ljónshjarta Englandskonungur varð fyrir örvarskoti þegar hann sat um kastala í Frakklandi, þar sem uppreisnarmenn höfðu búið um sig. Blóðeitrun hljóp í sárið og hann dó rúmri viku síðar.
- 1223 - Sancho 2. varð konungur Portúgals.
- 1306 - Róbert Bruce varð konungur Skotlands.
- 1409 - Kirkjuþingið í Písa hófst.
- 1436 - Dómkirkjan í Flórens var vígð.
- 1609 - Jóhann Vilhjálmur hertogi af Cléves-Jülich-Berg lést barnlaus sem leiddi til upphafs Jülich-erfðastríðsins.
- 1634 - Fyrstu ensku landnemarnir komu til Maryland, fjórðu varanlegu nýlendu Englendinga í Nýja heiminum.
- 1655 - Christiaan Huygens uppgötvaði stærsta tungl Satúrnusar, Títan.
- 1807 - Breska þingið bannaði þrælaverslun.
- 1821 - Grikkland lýsti yfir sjálfstæði frá Ottómanaveldinu. Gríska frelsisstríðið hófst.
- 1838 - Til landsins kom póstskip, sem hafði lent í hrakningum við Dyrhólaey og hrakti til Noregs, þar sem það hafði beðið færis að komast til Íslands í fjóra mánuði.
- 1901 - Fyrsta tvígengisdíselvélin var sýnd í Manchester.
- 1956 - Selfosskirkja var vígð.
- 1957 - Rómarsáttmálinn var samþykktur með þátttöku Belgíu, Hollands, Lúxemborgar, Frakklands, Ítalíu og Vestur-Þýskalands.
- 1972 - Lúxemborg sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Aprés toi sem Vicky Leandros söng.
- 1975 - Vatnsfjörður í Barðastrandarsýslu var friðlýstur, um 100 km² lands.
- 1975 - Faisal, konungur Sádí-Arabíu var myrtur af frænda sínum.
- 1979 - Fyrsta nothæfa geimskutlan, Columbia, var afhent NASA.
- 1980 - Erkibiskupinn Óscar Romero var skotinn til bana af byssumönnum meðan hann söng messu í San Salvador.
- 1981 - Kertamótmælin í Bratislava fyrir trúfrelsi fóru fram.
- 1983 - Michael Jackson kynnti „tunglgönguna“ til sögunnar í sjónvarpsþætti vegna 25 ára afmælis Motown-útgáfunnar.
- 1985 - Maríukirkja var vígð í Breiðholti í Reykjavík.
- 1985 - Bandaríska kvikmyndin Amadeus fékk óskarsverðlaun sem besta kvikmyndin.
- 1990 - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Ungverjalandi fóru fram.
- 1992 - Alþingi afnam sjötíu ára gömul lög um bann við löndun úr erlendum fiskiskipum á Íslandi.
- 1992 - „Síðasti Sovétborgarinn“ Sergej Konstantínóvits Krikaljev sneri aftur til jarðar eftir 311 daga dvöl í geimstöðinni Mír.
- 1999 - Kosóvóstríðið: Fjöldamorðin í Ljubenić hófust í Kosóvó.
- 2000 - Skautahöllin á Akureyri íþróttamannvirki Skautafélags Akureyrar formlega opnað.
- 2001 - Schengen-samstarfið tók gildi á Norðurlöndunum.
- 2001 - Uppreisnin í Makedóníu 2001: Makedóníuher hóf aðgerðir gegn uppreisnarsveitum albanskra aðskilnaðarsinna, Þjóðfrelsishersins.
- 2002 - Yfir 1000 létust þegar jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan.
- 2008 - Her Afríkubandalagsins réðist á eyjuna Anjouan sem var í höndum skæruliða og lagði hana aftur undir stjórn Kómoreyja.
- 2008 - Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011: Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í 15%.
- 2009 - Kraftlyftingadeild Glímufélagsins Ármanns var stofnuð.
- 2013 - Evrópusambandið samþykkti 10 milljarða evra björgunarpakka handa Kýpur.
- 2015 - Sádi-Arabía hóf loftárásir á uppreisnarsveitir í Jemen.
- 2018 - Flugfélagið Qantas hóf fyrstu beinu flugin án áningar milli Heathrow á Englandi og Perth í Ástralíu með flugvélum af gerðinni Boeing 787 Dreamliner.
- 2018 - Eldsvoðinn í Kemerovo: 64 létust í eldsvoða í verslunarmiðstöð í rússnesku borginni Kemerovo.
Fædd
breyta- 1157 - Alfons 2. Aragóníukonungur (d. 1196).
- 1259 - Androníkos 2. Palaíológos, keisari Býsans (d. 1332).
- 1345 - Blanka af Lancaster, eiginkona John af Gaunt og móðir Hinriks 4. (f. 1369).
- 1347 - Heilög Katrín frá Siena (d. 1380).
- 1636 - Henric Piccardt hollenskur lögfræðingur (d. 1712).
- 1762 - Thomas-Alexandre Dumas, franskur herforingi (d. 1806).
- 1767 - Joachim Murat, franskur herforingi (d. 1815).
- 1819 - V.U. Hammershaimb, færeyskur prestur (d. 1909).
- 1881 - Béla Bartók, ungverskt tónskáld (d. 1945).
- 1908 - David Lean, enskur kvikmyndaleikstjóri (d. 1991).
- 1914 - Norman Borlaug, bandarískur landbúnaðarverkfræðingur (d. 2009).
- 1920 - Paul Scott, breskur rithöfundur (d. 1978).
- 1924 - Skúli Guðmundsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (d. 2002).
- 1934 - Gloria Steinem, bandarísk blaðakona, femínisti og aðgerðasinni.
- 1942 - Aretha Franklin, bandarísk söngkona (d. 2018).
- 1945 - Þórhildur Þorleifsdóttir, íslenskur leikstjóri.
- 1946 - Sigurður Karlsson, íslenskur leikari.
- 1947 - Elton John, breskur söngvari og lagahöfundur.
- 1962 - Sigrún Gylfadóttir, íslensk leikkona.
- 1962 - Marcia Cross, bandarísk leikkona.
- 1965 - Frank Ordenewitz, þýskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Sarah Jessica Parker, bandarísk leikkona.
- 1972 - Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
- 1982 - Jenny Slate, bandarísk leikkona.
- 2000 - Jadon Sancho, enskur knattspyrnuleikari.
Dáin
breyta- 1620 - Johannes Nucius, þýskt tónskáld (f. um 1556).
- 1873 - Vilhelm Marstrand danskur listmálari (f. 1810).
- 1914 - Frédéric Mistral, franskur Nóbelsverðlaunahafi sem orti á oksítönsku (f. 1830).
- 1918 - Claude Debussy, franskt tónskáld (f. 1862).
- 1946 - Guðrún H. Finnsdóttir, vesturíslenskur rithöfundur (f. 1884).
- 1961 - Arthur Drewry, enskur forseti FIFA (f. 1891).
- 1965 - Þorsteinn Jónsson, formaður (f. 1880).
- 1975 - Faisal, konungur Sádí-Arabíu (f. 1903).
- 1986 - Þráinn Sigurðsson knattspyrnuþjálfari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1911).
- 1995 - James Samuel Coleman, bandarískur félagsfræðingur (f. 1926).
- 1996 - Guðlaugur Þorvaldsson, íslenskur viðskiptafræðingur.
- 2003 - Páll S. Árdal, íslenskur heimspekingur (f. 1924).
- 2022 - Taylor Hawkins, bandarískur tónlistarmaður (f. 1972).