29. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
29. apríl er 119. dagur ársins (120. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 246 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1106 - Jón Ögmundsson var vígður biskup á Hólum.
- 1623 - Ellefu hollensk skip lögðu úr höfn og hugðust ná völdum í Perú.
- 1670 - Emilio Altieri varð Klemens 10. páfi.
- 1672 - Loðvík 14. gerði innrás í Holland.
- 1688 - Friðrik 1. af Prússlandi varð kjörfursti í Brandenborg.
- 1769 - James Watt fékk einkaleyfi á endurbættri útgáfu af gufuvélinni.
- 1899 - Kristilegt félag ungra kvenna, KFUK, var stofnað á Íslandi.
- 1916 - Bretar brutu Páskauppreisnina á Írlandi á bak aftur.
- 1945 - Félag íslenskra rithöfunda var stofnað.
- 1961 - Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn var stofnaður.
- 1967 - Breskur togari í haldi vegna landhelgisbrots sigldi úr höfn í Reykjavík með tvo íslenska lögregluþjóna um borð áleiðis til Bretlands. Hann náðist síðar um daginn.
- 1967 - Sparisjóður alþýðu var stofnaður á Íslandi.
- 1970 - Bandaríkin sendu herlið til Kambódíu til að berjast við Víet Kong.
- 1982 - Srí Jajevardenepúra varð stjórnsýsluleg höfuðborg Srí Lanka.
- 1982 - Nelson Mandela var fluttur í Pollsmoor-fangelsi í Höfðaborg eftir átján ára fangavist á Robben Island.
- 1988 - Fyrsta reglulega flug Boeing 747-400-vélar fór fram.
- 1991 - Bangladessfellibylurinn olli því að 138.000 manns fórust.
- 1992 - Uppþotin í Los Angeles 1992 hófust eftir að tveir lögreglumenn sem gengu í skrokk á Rodney King voru sýknaðir fyrir rétti.
- 1997 - Efnavopnasamningurinn tók gildi. Hann skyldar aðilaríki til að hætta þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna.
- 2002 - Ný einkatölva frá Apple, eMac, var sett á markað.
- 2002 - Þjóðhagsstofnun var lögð niður á Íslandi.
- 2003 - Bandaríkjaher tilkynnti að hann hygðist draga herlið sitt frá Sádí-Arabíu.
- 2006 - Norðeyjagöngin voru opnuð í Færeyjum.
- 2011 - Konunglegt brúðkaup var haldið í Lundúnum þegar Vilhjálmur Bretaprins gekk að eiga Catherine Elizabeth Middleton. Talið er að 2 milljarðar manna hafi fylgst með brúðkaupinu í sjónvarpi.
- 2015 - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tilkynnti að rauðum hundum hefði verið útrýmt í Ameríku.
- 2016 - 13 fórust þegar þyrla af gerðinni Airbus H225 Super Puma hrapaði við Turøy í Noregi.
- 2021 - Geimferðastofnun Kína skaut fyrsta hluta Tiangong-geimstöðvarinnar á loft.
Fædd
breyta- 1636 - Esaias Reusner, þýskt tónskáld (d. 1679).
- 1818 - Alexander 2. Rússakeisari (d. 1881).
- 1823 - Konrad Maurer, þýskur sagnfræðingur (d. 1902).
- 1841 - Jón Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1883).
- 1851 - Indriði Einarsson, íslenskt leikskáld (d. 1939).
- 1863 - William Randolph Hearst, bandarískur útgefandi (d. 1951).
- 1876 - Zauditu, keisaraynja í Eþíópíu (d. 1930).
- 1888 - Richard Thors, íslenskur framkvæmdastjóri (d. 1970).
- 1893 - Harold Urey, bandarískur efnafræðingur (d. 1981).
- 1895 - Vladimir Propp, rússneskur þjóðfræðingur (d. 1970).
- 1897 - Karólína Guðmundsdóttir, íslenskur vefari (d. 1981).
- 1899 - Duke Ellington, bandarískur djasspíanisti (d. 1974).
- 1901 - Showa keisari Japans (d. 1989).
- 1917 - Uri Bronfenbrenner, bandarískur sálfræðingur (d. 2005).
- 1943 - Magnús Tómasson, íslenskur myndlistarmaður.
- 1953 - Jon Gunnar Jørgensen, norskur textafræðingur.
- 1954 - Jerry Seinfeld, bandarískur uppistandari.
- 1955 - Grétar Mar Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Daniel Day-Lewis, breskur leikari.
- 1958 - Auður Ava Ólafsdóttir, íslenskir listfræðingur og rithöfundur.
- 1964 - Lúðvík Bergvinsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1966 - Ramón Medina Bello, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Kolinda Grabar-Kitarović, króatískur stjórnmálamaður.
- 1970 - Andre Agassi, bandarískur tennisleikari.
- 1970 - Uma Thurman, bandarísk leikkona.
- 1972 - Takahiro Yamada, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Rúnar Freyr Gíslason, íslenskur leikari.
- 1974 - Sigvaldi „Svali“ Kaldalóns útvarpsmaður á K100.
- 1974 - Anggun, indónesísk söngkona.
- 1977 - Svavar Pétur Eysteinsson, þekktur sem Prins Póló, íslenskur tónlistarmaður
- 1978 - Frosti Logason, útvarpsmaður X 977 og fyrrum gítarleikari Mínus.
- 1980 - Nicole Steinwedell, bandarísk leikkona.
- 1980 - Bre Blair, kanadísk leikkona.
- 1981 - Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, íslensk dagskrárgerðarkona.
- 1994 - Davíð Arnar Sigvaldason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 2007 - Sofía Spánarprinsessa.
Dáin
breyta- 1326 - Blanka af Búrgund, fyrrverandi drottning Frakklands, fyrsta kona Karls 4. (f. um 1296).
- 1376 - Nikulás Þorsteinsson, prestur í Holti í Önundarfirði, veginn í Holtskirkju á Pétursmessu.
- 1380 - Heilög Katrín frá Siena (f. 1347).
- 1417 - Loðvík 2. Napólíkonungur (f. 1377).
- 1937 - Wallace Carothers, bandarískur efnafræðingur (f. 1896).
- 1951 - Ludwig Wittgenstein, austurrískur heimspekingur (f. 1889).
- 1980 - Alfred Hitchcock, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (f. 1899).
- 2005 - Gils Guðmundsson, íslenskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. 1914).
- 2008 - Albert Hofmann, svissneskur efnafræðingur (f. 1906).
- 2012 - Hafsteinn Guðmundsson, íslenskur íþróttakennari og æskulýðsfrömuður (f. 1923).
- 2014 - Bob Hoskins, enskur leikari (f. 1942).
- 2018 - Luis García Meza Tejada, einræðisherra í Bólivíu (f. 1929).
- 2020 - Roger Westman, enskur arkitekt (f. 1939).