5. september
dagsetning
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
5. september er 248. dagur ársins (249. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 117 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1316 - Giacomo Duése varð Jóhannes 22. páfi.
- 1350 - Íhaldssamir aðalsmenn í Hollandi stofnuðu Öngulbandalagið.
- 1539 - Erlendur Þorvarðarson lögmaður kvað upp dóm á Kópavogsþingi um að Diðrik frá Mynden og þeir sem drepnir voru með honum skyldu teljast óbótamenn og þeir sem vegið höfðu að þeim sýknir saka.
- 1634 - Orrustan við Nördlingen í Þrjátíu ára stríðinu hófst.
- 1666 - Lundúnabrunanum mikla lauk.
- 1694 - Meira en helmingur af borginni Warwick á Englandi eyddist í eldi.
- 1698 - Pétur mikli, Rússakeisari, lagði skatt á skegg, sem tilraun til að nútímavæða Rússland.
- 1896 - Suðurlandsskjálfti hinn síðari olli skemmdum á fjölda bæja í Árnessýslu, 10 dögum eftir að fyrri skjálftinn reið yfir.
- 1905 - Portsmouth-sáttmálinn batt enda á stríð Rússlands og Japans.
- 1910 - Berklahælið á Vífilsstöðum tók til starfa undir stjórn Sigurðar Magnússonar yfirlæknis.
- 1914 - Orrustan við Marne hófst þar sem herir Breta og Frakka stöðvuðu sókn Þjóðverja til Parísar.
- 1938 - Vesturíslenski listfræðingurinn Holger Cahill (Sveinn Kristján Bjarnason) var á forsíðu Time Magazine.
- 1942 - Fjórir drengir slösuðust og skemmdir urðu á húsum er þýskar sprengjuflugvélar gerðu loftárás á Seyðisfjörð.
- 1957 - Skáldsagan Á vegum úti eftir Jack Kerouac kom út.
- 1972 - Blóðbaðið í München: Ellefu ísraelskir íþróttamenn voru teknir í gíslingu af hryðjuverkahópnum Svarta september og myrtir í kjölfarið.
- 1972 - Togvíraklippum var beitt á breskan landhelgisbrjót í fyrsta sinn og tókst að klippa á víra togara í 82 skipti á rúmlega einu ári.
- 1973 - Notkun bókstafsins z var hætt í íslensku.
- 1975 - Lynette Fromme reyndi að myrða Bandaríkjaforseta, Gerald Ford, í Sacramento í Kaliforníu.
- 1977 - Voyager-áætlunin: Voyager 1 var skotið á loft.
- 1978 - Camp David-samningurinn var undirritaður af Anwar Sadat og Menachem Begin.
- 1980 - Gotthardgöngin voru opnuð í Sviss.
- 1986 - Abu Nidal-hópurinn rændi Pan Am flugi 73 með 358 um borð á Karachi-flugvelli í Pakistan.
- 1987 - Háskólinn á Akureyri var settur í fyrsta sinn. Á fyrsta starfsári skólans voru nemendur 47.
- 1989 - Leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur fluttu sig formlega úr Iðnó yfir í Borgarleikhúsið.
- 1990 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Stjórnarhermenn myrtu 158 borgara.
- 1991 - 83 konur og 7 karlmenn urðu fyrir kynferðislegu áreiti á 35. fundi flugsamtakanna Tailhook Association í Las Vegas.
- 1991 - Þing Sovétríkjanna samþykkti að breyta Sovétríkjunum í laustengdara ríkjasamband. Fulltrúaráð Sovétríkjanna leysti sig sjálft upp.
- 1997 - 87 voru myrtir í Beni Messous-fjöldamorðunum í Alsír.
- 2000 - Túvalú gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 2005 - Mandala Airlines flug 091 hrapaði á íbúahverfi í Medan í Indónesíu með þeim afleiðingum að 149 létust.
- 2010 - Aðskilnaðarhreyfing Baska lýsti einhliða yfir vopnahléi.
- 2011 - Indland og Bangladess undirrituðu samning sem batt enda á áralanga landamæradeilu ríkjanna.
- 2014 - Samið var um vopnahlé milli Úkraínustjórnar og rússneskra aðskilnaðarsinna.
- 2021 - Valdaránið í Gíneu 2021: Alpha Condé, forseta Gíneu, var haldið af flokki málaliða undir stjórn herforingjans Mamady Doumbouya.
- 2021 - El Salvador varð fyrsta landið í heiminum sem tók Bitcoin upp sem opinberan gjaldmiðil.
Fædd
breyta- 1187 - Loðvík 8. Frakkakonungur (d. 1226).
- 1638 - Loðvík 14., Frakkakonungur (d. 1715).
- 1651 - William Dampier, enskur sjóræningi (d. 1715).
- 1695 - Carl Gustaf Tessin, sænskur stjórnmálamaður (d. 1770).
- 1774 - Caspar David Friedrich, þýskur listmálari (d. 1840).
- 1847 - Jesse James, bandarískur byssumaður og útlagi (d. 1882).
- 1870 - Sigurbjörg Þorláksdóttir, íslensk kvenréttindakona (d. 1931).
- 1891 - Muggur (Guðmundur Thorsteinsson), íslenskur listamaður (d. 1924).
- 1905 - Arthur Koestler, ensk-ungverskur rithöfundur (d. 1983).
- 1930 - Bessi Bjarnason, íslenskur leikari (d. 2005).
- 1930 - Ken Naganuma, japanskur knattspyrnumaður (d. 2008).
- 1946 - Freddie Mercury, söngvari hljómsveitarinnar Queen (d. 1991).
- 1951 - Paul Breitner, þýskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Osamu Maeda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1966 - Phillip P. Keene, bandarískur leikari.
- 1967 - Matthias Sammer, þýskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Leonardo Araújo, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1969 - Rúnar Kristinsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1974 - Ivo Ulich, tékkneskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Stefán Logi Magnússon, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Marianna Madia, ítölsk stjórnmálakona.
- 1981 - Ari Eldjárn, íslenskur uppistandari.
Dáin
breyta- 1201 - Konstansa, hertogaynja af Bretagne (f. 1161).
- 1241 - Ormur Jónsson Svínfellingur, íslenskur goðorðsmaður.
- 1857 - Auguste Comte, franskur heimspekingur (f. 1798).
- 1877 - Crazy Horse, höfðingi Sioux-indíána í Bandaríkjunum (f. 1849).
- 1891 - Pedro 2., fyrrverandi keisari Brasilíu (f. 1826).
- 1937 - David Bergey, bandarískur örverufræðingur (f. 1860).
- 1997 - Móðir Teresa, albönsk nunna (f. 1910).