Alþingiskosningar 2009

Alþingiskosningar voru haldnar 25. apríl 2009.[1][2][3] Á kjörskrá voru 227.896 kjósendur, þar af konur 114.295 en karlar 113.601.[4] Atkvæði greiddu 193.934 og var kjörsókn því 85,1%. [5] Samfylkingin fékk flest atkvæði, 29,8% og 20 þingmenn.Vinstrihreyfingin – grænt framboð fékk sína bestu kosningu frá stofnun, 21,7% atkvæða - og fór úr 9 þingmönnum í 14. Sjálfstæðisflokkurinn fékk minna kjörfylgi en hann hafði áður fengið í sögu sinni, 23,7% og 16 þingmenn - tapaði 12,9% frá fyrri kosningum og 10 þingmönnum. Framsóknarflokkurinn fékk 14,8% fylgi - nokkru betra fylgi en skoðanakannanir höfðu spáð - og fór úr sjö þingmönnum í níu. Borgarahreyfingin sem var stofnuð stuttu fyrir kosningarnar fékk fjóra þingmenn kjörna með 7,2% fylgi. Frjálslyndi flokkurinn fékk eingöngu 2,2% fylgi og féll þannig af þingi, en flokkurinn hafði átt þar fjóra fulltrúa. Lýðræðishreyfingin fékk 0,6% og komst því ekki inn á þing.

Alþingiskosningar 2009
Ísland
← 2007 25. apríl 2009 2013 →

63 sæti á Alþingi
32 sæti þarf fyrir meirihluta
Kjörsókn: 85,1% 1,5%
Flokkur Formaður % Sæti +/–
Samfylkingin Jóhanna Sigurðardóttir 29,8 20 +2
Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 23,7 16 -9
Vinstri græn Steingrímur J. Sigfússon 21,7 14 +5
Framsóknarflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14,8 9 +2
Borgarahreyfingin Enginn 7,2 4 +4
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing.
Seinasta ríkisstjórn Ný ríkisstjórn
Jóhanna Sigurðardóttir I
 S   V 
Jóhanna Sigurðardóttir II
 S   V 
Lögreglumaður að störfum fyrir utan Hagaskóla, sem var kjörstaður, á kjördegi.

Kosningarnar voru fyrir margra hluta sakir sögulegar. Af 63 þingmönnum voru 27 nýir þingmenn kosnir til Alþingis og var það mesta endurnýjun á milli kosninga í sögu íslenska lýðveldisins. Konur á Alþingi voru 26 talsins eða 43% sem var hæsta hlutfall kvenna á þingi fram að þessu. Átta þingmenn, sem sóttust eftir endurkjöri og voru ofarlega á framboðslistum, náðu ekki endurkjöri. Aldrei höfðu fleiri skilað auðu á kosningum eða 3,2%.[6] Samkvæmt skoðanakönnun sem unnin var af Gallup gerði ríflega fjórðungur kjósenda upp hug sinn um hvað þeir ætluðu að kjósa á kjördeginum sjálfum.[7]

Vegna aðildar að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) var eftirlitsmönnum frá stofnuninni boðið af íslensku fastanefndinni við hana að hafa eftirlit með kosningum á Íslandi.[8] Skömmu seinna ákvað ÖSE að rétt væri að stofnuninn sendi eftirlitsmenn og er það í fyrsta skipti sem ÖSE hefur eftirlit með kosningum á Íslandi. Í tengslum við kosningarnar á sérstaklega að gefa gaum að kosningalöggjöfinni og hugsanlegum breytingum á henni, utankjörfundaratkvæðagreiðslu, fjölmiðlamálum og aðgangi eftirlitsmanna.[9] Tíu starfsmenn á vegum ÖSE störfuðu á Íslandi og skiluðu af sér skýrslu að kosningunum loknum.[10]

Úrslit

breyta
FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Samfylkingin (S)55.75829,7920+2
Sjálfstæðisflokkurinn (D)44.37123,7016-9
Vinstri græn (V)40.58121,6814+5
Framsóknarflokkurinn (B)27.69914,809+2
Borgarahreyfingin (O)13.5197,224+4
Frjálslyndi flokkurinn (F)4.1482,220-4
Lýðræðishreyfingin (P)1.1070,590
Samtals187.183100,0063
Gild atkvæði187.18396,50
Ógild atkvæði5660,29
Auð atkvæði6.2263,21
Heildarfjöldi atkvæða193.975100,00
Kjósendur á kjörskrá227.84385,14
Heimild: Hagstofa Íslands

Úrslit í einstökum kjördæmum

breyta

  Norðvesturkjördæmi

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 3.967 22,5 2 1 +1
D Sjálfstæðisflokkurinn 4.037 22,9 2 3 -1
F Frjálslyndir 929 5,3 0 2 -2
O Borgarahreyfingin 587 3,3 0
S Samfylking 4.001 22,7 2 2 -
V Vinstrigrænir 4.018 22,8 3 1 +2
P Lýðræðishreyfingin 66 0,4 0
Aðrir og utan flokka
Alls 18.213 100 9 9 0

  Norðausturkjördæmi

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 5.905 25,3 2 3 -1
D Sjálfstæðisflokkurinn 4.079 17,5 2 3 -1
F Frjálslyndir 384 1,6 0 0 -
O Borgarahreyfingin 690 3 0
S Samfylking 5.312 22,7 3 2 +1
V Vinstrigrænir 6.937 29,7 3 2 +1
P Lýðræðishreyfingin 61 0,3 0
Aðrir og utan flokka
Alls 24.249 100 10 10 0

  Suðurkjördæmi

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 5.390 20 2 2 -
D Sjálfstæðisflokkurinn 7.073 26,2 3 4 -1
F Frjálslyndir 838 3,1 0 1 -1
O Borgarahreyfingin 1.381 5,1 1 +1
S Samfylking 7.541 28 3 2 +1
V Vinstrigrænir 4.614 17,1 1 1 -
P Lýðræðishreyfingin 127 0,5 0
Aðrir og utan flokka
Alls 27.831 100 10 10 0

  Suðvesturkjördæmi

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 5.627 11,6 1 1 -
D Sjálfstæðisflokkurinn 13.463 27,6 4 6 -2
F Frjálslyndir 741 1,5 0 0 -
O Borgarahreyfingin 4.428 9,1 1 +1
S Samfylking 15.669 32,2 4 4 -
V Vinstrigrænir 8.473 17,4 2 1 +1
P Lýðræðishreyfingin 302 0,6 0
Aðrir og utan flokka
Alls 50.315 100 12 12 0

  Reykjavíkurkjördæmi suður

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 3.435 9,7 1 0 +1
D Sjálfstæðisflokkurinn 8.209 23,2 3 5 -2
F Frjálslyndir 700 2 0 1 -1
O Borgarahreyfingin 3.076 8,7 1 +1
S Samfylking 11.667 32,9 4 3 +1
V Vinstrigrænir 8.106 22,9 2 2 -
P Lýðræðishreyfingin 226 0,6 0
Aðrir og utan flokka
Alls 36.926 100 11 11 0

  Reykjavíkurkjördæmi norður

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
B Framsókn 3.375 9,6 1 0 +1
D Sjálfstæðisflokkurinn 7.508 21,4 2 4 -2
F Frjálslyndir 556 1,6 0 0 -
O Borgarahreyfingin 3.357 9,6 1 +1
S Samfylking 11.568 32,9 4 5 -1
V Vinstrigrænir 8.432 24 3 2 +1
P Lýðræðishreyfingin 325 0,9 0
Aðrir og utan flokka
Alls 36.400 100 11 11 0

Kjörnir alþingismenn 2009

Aðdragandi kosninganna

breyta
 
Strætisvagnaskýli sem sýnir auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum.

Í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi urðu mótmæli tíð þar sem ein af kröfunum var að haldnar yrðu kosningar áður en núverandi kjörtímabil rynni út. [11] Stjórnarandstaðan lýsti því yfir að hún vildi kosningar fyrr og var vantrauststillaga felld í nóvember 2008.[12] Innan Samfylkingarinnar sem situr í ríkisstjórn var óeining um það hvort halda skyldi kosningar vorið 2009. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Íslands, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra Íslands, lýstu því bæði yfir í nóvember 2008 að þau teldu að kosningar ættu að fara fram vorið 2009.[13] Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra Íslands, og Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, voru þá mótfallin því að kosið yrði í vor.[14][15]

Þann 21. janúar samþykkti Samfylkingarfélag Reykjavíkur ályktun um að stjórnarsamstarfi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins yrði slitið og haldnar yrðu kosningar í síðasta lagi í maí.[16] Fundurinn var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum og var troðið út úr dyrum og safnaðist mikið af fólki saman fyrir utan. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Ágúst Ólafur Ágústsson, þáverandi varaformaður Samfylkingarinnar, og Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.[17][18] Þá tók Ingibjörg Sólrún undir kröfur um kosningar í vor en sagðist áfram skyldu vera í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.[19] Önnur ríkisstjórn Geirs Haarde féll 26. janúar 2009 en þá fór hann á fund forseta Íslands og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.[20]

Í kjölfarið var fyrsta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mynduð, ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, studd af Framsóknarflokknum. Það var fyrsta minnihlutastjórn á Íslandi síðan Ríkisstjórn Benedikts Gröndal var mynduð árið 1979 af Alþýðuflokknum.

Gísli Baldur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður, sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar þar sem hann var tilnefndur sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma.[21]

Framboðsmál

breyta

Í það minnsta 12 þingmenn sóttust ekki eftir endurkjöri en á Alþingi sitja 63 þingmenn.[22][23] Meðal þeirra eru stjórnmálamenn með mikla reynslu og langan feril á Alþingi, s.s. Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Að minnsta kosti 90 fleiri einstaklingar voru í framboði í forvali eða prófkjöri fyrir Framsóknarflokk, Vinstri græna, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk.[24]

Fimm nýir listabókstafir voru tilkynntir[25]:

Nýtt framboð kom fram undir nafninu Borgarahreyfingin – þjóðin á þing. Formaður framboðsins er Herbert Sveinbjörnsson.[26] Í yfirlýsingu til fjölmiðla sagði að Borgarahreyfingin vilji lýðræðislegra stjórnarfar.[27] Meðal þess sem hreyfingin hefur sett á oddinn er möguleiki stjórnmálaflokka til að leggja fram óraðaða lista fyrir kosningar þannig að kjósendur viðkomandi flokks raði sjálfir á listann í kjörklefanum. Þráinn Bertelsson rithöfundur gekk til liðs við Borgarahreyfinguna úr Framsóknarflokkinum.

Landsfundur Framsóknarflokksins var haldinn helgina 17.-18. janúar. Á þeim fundi var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kosinn formaður flokksins.[28] Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi varaformaður og ráðherra flokksins, og Magnús Stefánsson, fyrrverandi ráðherra, hafa bæði tilkynnt að þau hyggist ekki bjóða sig fram á næsta þingi.[29][30] Meðal þeirra sem tilkynntu fyrirhugað framboð fyrir Framsóknarflokkinn má nefna Þráin Bertelsson, rithöfund, og Guðmund Steingrímsson, sem gekk nýverið úr Samfylkingunni. Um miðjan febrúar dró Þráinn Bertelsson til baka yfirlýst framboð sitt og gekk til liðs við Borgarahreyfinguna.[31]

Jón Magnússon gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á ný. Ekki hefur borið mikið á nýliðun hjá flokknum. Kristinn H. Gunnarsson gekk í Framsóknarflokkinn á ný. Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar, gekk í Frjálslynda flokkinn.[32] Sturla Jónsson, vörubílstjóri sem var einn skipuleggjenda mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008, var í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn.

Ómar Ragnarsson tilkynnti snemma í febrúar að Íslandshreyfingin hygðist bjóða fram í öllum kjördæmum landsins.[33] Í lok febrúar var þó komið annað hljóð í strokkinn því þá samþykkti stjórn Íslandshreyfingarinnar að hún sækti um að gerast aðildarfélag hjá Samfylkingunni.[34][35] Því virðist ljóst að búið sé að leggja niður Íslandshreyfinguna sem slíka.

L-listinn boðaði framboð til Alþingis í kosningunum 2009.[36] Fyrir framboðinu fóru Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi og fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhallur Heimisson prestur. Ekki var um að ræða stjórnmálaflokk heldur bandalag frjálsra frambjóðenda sem vildu efla lýðræði í landinu og vinna með því gegn ríkjandi flokksræði. Þann 3. apríl var tilkynnt að L-listinn drægi framboð sitt til baka vegna þeirra skilyrða sem ólýðræðislegar aðstæður sköpuðu nýjum framboðum á þessum stutta tíma sem liðinn var frá því ákvörðun var tekin um kosningar og þess að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir höfðu samþykkt á flokksþingum sínum að vera mótfallin aðild Íslands að Evrópusambandinu.[37]

Sjá einnig: Prófkjör Samfylkingarinnar 2009

Samfylkingin hélt landsfund sömu helgi og Sjálfstæðisflokkurinn dagana 26.-29. mars.[38] Fjöldi nýrra framboða voru tilkynnt.[39] Guðmundur Steingrímsson og Karl V. Matthíasson gengu báðir úr Samfylkingunni. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs þar sem hann ætlar í nám erlendis.

Sjá einnig: Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 2009

Geir Haarde tilkynnti þann 23. janúar að hann væri með krabbamein í vélinda og hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans sem haldinn var 26.-29. mars.[40] Geir bauð heldur ekki fram í prófkjöri. 29 menn, þar af 12 konur, hyggjast buðu sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.[41] Settar voru takmarkanir við þá upphæð sem frambjóðendur máttu eyða í auglýsingar og kynningu fyrir prófkjörin, 2,5 milljónir á hvern frambjóðenda.[42]

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn helgina 27-29. mars. Á honum var Bjarni Benediktsson kosinn nýr formaður flokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir endurkjörin varaformaður. Einna mest eftirvænting var eftir niðurstöðu Evrópunefndar flokksins, en formennsku í Evrópunefnd hafði Kristján Þór Júlíusson, mótframbjóðandi Bjarna til formennsku flokksins. Niðurstaða landsfundarins var að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB.[43] (Viku fyrir kosningarnar lagði Illugi Gunnarsson það þó til fyrir hönd flokksins að Ísland tæki upp evruna í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn[44]) Á fundinum hélt Davíð Oddsson ræðu þar sem hann nefndi skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins „hrákasmíð“ og beindi gagnrýni sinni sérstaklega að Vilhjálmi Egilssyni, formanni nefndarinnar.

Skömmu fyrir páska kom upp Styrkjamálið. Þá opinberaðist það að FL Group (nú Stoðir) og Landsbanki Íslands hefðu styrkt Sjálfstæðisflokkinn um samtals 30 milljónir króna hvor. Athygli manna beindist sér í lagi að hlutverki Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Litlar breytingar voru á framboðsmálum Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir, sem áður hafði setið í borgarstjórn Reykjavíkurborgar fyrir VG tók fyrsta sæti í Reykjavík suður. Lilja Mósesdóttir, doktor í hagfræði, bauð sig fram í annað sætið.[45] Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tók fyrsta sætið í Suðvesturkjördæmi á, Ögmundi Jónassyni.

Áherslur Vinstri grænna voru kynntar undir fyrirsögnunum „Velferð fyrir alla“, „Trygg atvinna“, „Ábyrg efnahagsstjórn“, „Aukið lýðræði“ og „Kröftug byggð“.[46]

Lýðræðishreyfingin með Ástþór Magnússon í fararbroddi bauð fram í öllum kjördæmum.[47] Lýðræðishreyfingin vakti nokkra athygli fyrir hugmyndir sínar um beint lýðræði, auknar þjóðaratkvæðagreiðslur í gegnum hraðbanka. Þessi stjórnmálahreyfing hefur einnig notast við þau vinnubrögð að auglýsa í fjölmiðlum eftir fólki á lista.

Skoðanakannanir

breyta

Allt frá því að efnahagskreppan hófst haustið 2008 voru skoðanakannanir framkvæmdar og birtar oftar en í venjulegu árferði.

Niðurstöður skoðanakannana á fylgi stjórnmálaflokka
  22. janúar[48] 24. janúar[49] 1. febrúar[50] 13. febrúar[51] 27. febrúar[52] 5. mars[53] 13. mars[54] 19.mars[55] 26.mars[56] 27.mars[57] 2.apríl[58] 9.apríl[59] 16.apríl[60] 20.apríl[61] 22.apríl[62]
Borgarahreyfingin             0,4% 2,5% 2,7% 3,4% 3,0% 3,6% 4,4% 7,0% 6,2%
Framsókn 17% 16,8% 15% 14,9% 12,8% 12,6% 12,6% 11,3% 7,5% 12,5% 10,7% 9,8% 11,1% 11,8% 12,7%
Frjálslyndir 3% 3,7% 3% 1,5% 2,9% 2,1% 1,6% 1,3% 1,8% 1,2% 1,4% 1,1% 2% 1,1% 1,0%
  L-listinn             1,7% 1,9% 1,2% 1,9% 1,5%        
Íslandshreyfingin 2,2%   3% 0,4%   2% 0,9%                
Samfylking 16,7% 19,2% 22% 24,1% 31,1% 27,5% 28,3% 31,2% 31,7% 30% 29,4% 32,6% 30,7% 30,5% 28,4%
Sjálfstæðisflokkurinn 24,3% 22,1% 24% 29% 26% 29% 28,8% 26,5% 29,1% 24,4% 25,4% 25,7% 23,3% 22,9% 23,7%
Vinstrigrænir 28,5% 32,6% 30% 23,4% 24,6% 25,9% 25,7% 24,6% 25,8% 26,2% 27,7% 26% 28,2% 25,9% 27,7%
Lýðræðishreyfingin                         0,4% 0,8% 0,3%
Annað 8%   4% 6,6%   0,9%   0,8%   0,3%; 0,9% 1%      

Tilvísanir

breyta
  1. „Gera klárt fyrir kosningar“. Mbl.is. 23. janúar 2009.
  2. „Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu“. Mbl.is. 31. janúar 2009.
  3. „Kosningar verða 25. apríl“. Mbl.is. 24. febrúar 2009.
  4. „Kjósendur á kjörskrárstofni fyrir alþingiskosningar 25. apríl 2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2009. Sótt 5. apríl 2009.
  5. „Talningu lokið“. Visir.is. 26. apríl 2009.
  6. „Nýtt Alþingi Íslendinga“. Mbl.is. 26. apríl 2009.
  7. „Fjórðungur kjósenda tók ákvörðun á kjördag“. Mbl.is. 3. júní 2009.
  8. „ÖSE boðið að hafa eftirlit með kosningum hér“. Mbl.is. 12. febrúar 2009.
  9. „ÖSE fylgist með kosningunum“. Mbl.is. 18. mars 2009.
  10. „Kosningaeftirlitsmenn ÖSE hafa tekið til starfa“. Mbl.is. 15. apríl 2009.
  11. „Fjölmennur fundur krafðist kosninga“. Rúv.is. 24. nóvember 2008.
  12. „Vantrauststillaga felld“. Mbl.is. 24. nóvember 2008.
  13. „Ráðherrar vilja kosningar í vor“. Mbl.is. 20. nóvember 2008.
  14. „Óráð að kjósa í björgunarleiðangri“. Mbl.is. 21. nóvember 2008.
  15. „Hissa á að ráðherrar vilji kjósa“. Mbl.is. 20. nóvember 2009.
  16. „Samþykktu ályktun um stjórnarslit“. Mbl.is. 21. janúar 2009.
  17. „„Eigum ekki að óttast þjóðina". Mbl.is. 21. janúar 2009.
  18. „Okkur er treystandi“. Mbl.is. 21. janúar 2009.
  19. „Ingibjörg vill kosningar í vor“. Mbl.is. 21. janúar 2009.
  20. „Stjórnarsamstarfi lokið“. Mbl.is. 26. janúar 2009.
  21. „Sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar“. Visir.is. 12. febrúar 2009.
  22. „Minnst sjö þingmenn draga sig í hlé“. Visir.is. 8. febrúar 2009.
  23. „Bjóða sig fram í forystusæti“. Mbl.is. 3. mars 2009.
  24. „Um 90 fleiri frambjóðendur en fyrir kosningar 2007“. Mbl.is. 3. mars 2009.
  25. „Tveimur nýjum listabókstöfum úthlutað“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. maí 2009. Sótt 30. mars 2009.
  26. „Borgarahreyfingin býður fram“. Mbl.is. 23. febrúar 2009.
  27. „Borgarahreyfingin kynnir helstu stefnumál“. Vísir.is. 3. mars 2009.
  28. „Sigmundur kjörinn formaður“. Mbl.is. 18. janúar 2009.
  29. „Valgerður ekki í framboð“. Mbl.is. 14. febrúar 2009.
  30. „Magnús Stefánsson hættir í stjórnmálum“. Mbl.is. 31. janúar 2009.
  31. „Með lýðræði gegn klíkum“. eyjan.is. 18. febrúar 2009.
  32. „Karl V. til liðs við Frjálslynda“. Mbl.is. 13. mars 2009.
  33. „Íslandshreyfingin stefnir á þingframboð“. Mbl.is. 9. febrúar 2009.
  34. „Íslandshreyfingin gengur í Samfylkinguna“. Mbl.is. 27. febrúar 2009.
  35. „Margrét ekki á leið í framboð“. Mbl.is. 27. febrúar 2009.
  36. „L-listinn boðar framboð til alþingiskosninga“. Mbl.is. 2. mars 2009.
  37. „L-listi fullveldissinna hættir við framboð“. Amx.is. 3. apríl 2009.
  38. „Landsfundur Samfylkingarinnar“.
  39. „Gefa kost á sér á framboðslista“.
  40. „Geir með illkynja æxli í vélinda - kosið í maí“. Mbl.is. 23. janúar 2009.
  41. „Geir Haarde hættir á þingi“. Mbl.is. 20. febrúar 2009.
  42. „Fréttaskýring: Flokkarnir velja í forystusveitirnar“. Mbl.is. 17. febrúar 2009.
  43. „Ályktun um Evrópumál“. Sjálfstæðisflokkurinn. apríl 2009.
  44. „Evra í samstarfi við IMF“. Sjálfstæðisflokkurinn. 17. apríl 2009.
  45. „Tilkynning Lilju Mósesdóttur um framboð í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem fram fer 7. mars n.k.“.
  46. „Kosningaáherslur - vegur til framtíðar“.
  47. „Lýðræðisfylkingin fer í framboð“. ruv.is. 20. mars 2009.
  48. „Framsóknarflokkurinn með 17% fylgi“. Mbl.is. 22. janúar 2009.
    (pdf)
  49. „Fylgi VG mælist rúmlega 32%“. Mbl.is. 24. janúar 2009.
  50. „Framsókn í sókn, Samfylking tapar fylgi“. Mbl.is. 1. febrúar 2009.
  51. „Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur á ný“. Visir.is. 13. febrúar 2009.
  52. „Skýr vinstrisveifla“. Mbl.is. 28. febrúar 2009.
  53. „Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi“. Mbl.is. 5. mars 2009.
  54. „Lítil hreyfing á fylgi flokkanna“. Mbl.is. 13. mars 2009.
    (pdf)
  55. „Ríkisstjórnarflokkarnir fengju drjúgan meirihluta“. Mbl.is. 19. mars 2009.
  56. „Fylgi Framsóknarflokks minnkar“. Mbl.is. 26. mars 2009.
  57. „VG upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn“. Mbl.is. 27. mars 2009.
  58. „Samfylking áfram stærst“. Mbl.is. 2. apríl 2009.
  59. „Samfylking mælist áfram stærst“. ruv.is. 9. apríl 2009.
  60. „Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi“. mbl.is. 16. apríl 2009. (pdf)
  61. „O-listi fengi fjóra“. mbl.is. 20. apríl 2009. (pdf)
  62. „Dregur saman með flokkunum“. mbl.is. 22. apríl 2009. (pdf)

Tenglar

breyta


Fyrir:
Alþingiskosningar 2007
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 2013
  NODES