Lausafjárkreppan 2007–2008

Lausafjárkreppan 2007-2008 var alþjóðleg efnahagskreppa sem einkenndist af rekstrartapi, greiðslustöðvunum og gjaldþrotum hjá stórum bönkum og fjármálastofnunum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Kreppunni var stundum lýst sem verstu efnahagskreppu heimsins frá kreppunni miklu sem hófst 1929.

Ástæður kreppunnar voru margþættar. Undirmálslán á bandarískum fasteignamarkaði, áhættusækni fjármálafyrirtækja, rýrieignir og bandaríska fasteignabólan sköpuðu fullkomið fárviðri og alþjóðlegu efnahagslægðina 2007 til 2009.

Veðlán með veð i bandarískum fasteignum og afleiður sem þeim tengdust hrundu í verði í kjölfar undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum. Fjármálafyrirtæki um allan heim urðu fyrir miklu tapi. Hámarkinu var náð með gjaldþroti Lehman Brothers í Bandaríkjunum 15. september 2008. Í kjölfarið hófst bankahrun um allan heim, meðal annars bankahrunið á Íslandi.

Sjá einnig

breyta
   Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
Done 1