Alberto Sordi (15. júní 192024. febrúar 2003) var ítalskur leikari og leikstjóri sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í ítölskum gamanmyndum á blómaskeiði þeirra á 6. og 7. áratug 20. aldar, ásamt Vittorio Gassman, Nino Manfredi, Ugo Tognazzi og Marcello Mastroianni. Hann sló fyrst í gegn í kvikmyndunum Hvíti furstinn (Lo sceicco bianco - 1952) og Slæpingi (I vitelloni - 1953) eftir Federico Fellini. Hann þróaði þar persónu ungs sjálfhverfs slæpingja af lágum stigum, en í síðari gamanmyndum varð hann einkum þekktur fyrir hlutverk hins dæmigerða Ítala, sem henti gaman að smáborgaraskap og staðalmyndum. Meðal annarra þekktra mynda hans eru Hermenn á heimleið (Tutti a casa - 1960), Fumo di Londra (1966) og Un borghese piccolo piccolo (1977).

Úr myndinni Un giorno in pretura (1953)

Í tilefni af aldarafmæli fæðingar rómverska leikarans var kvikmyndin Permette? Alberto Sordi sýnd.

  Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
Done 1