Alcoa-Fjarðaál

(Endurbeint frá Alcoa Fjarðaál)

Alcoa-Fjarðaál er álver í Reyðarfirði og er knúið af raforku frá Kárahnjúkavirkjun. Framleiðsla var gangsett í apríl 2007 og hafði álverið náð fullri afkastagetu í ágúst 2008. Framleiðslugeta álversins eru um 1000 tonn á sólarhring eða kringum 350 þúsund á ári en starfsleyfi er fyrir allt að 360 þúsund tonn á ári. Álverið framleiðir ál að verðmæti 2 - 2.5 milljónir dollara á sólarhring. Hjá Alcoa-Fjarðaál starfa um 550 manns en á álverssvæðinu starfa í kringum 800 manns sem verktakar við framleiðslu, viðhald, þjónustu og ráðgjöf eða hjá iðnaðar þjónustufyrirtækinu Rubix. [1]

Alcoa-Fjarðaál
Rekstrarform Álver
Stofnað 2006
Stofnandi Alcoa, Inc.
Staðsetning Reyðarfjörður, Ísland
Lykilpersónur Einar Þorsteinsson, forstjóri
Starfsemi Álframleiðsla
Starfsfólk 570 (2021)
Vefsíða https://www.alcoa.com/iceland/ic
Álverið árið 2023

Tengill

breyta

Heimildir

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES