Allium tuolumnense
Allium tuolumnense er tegund af laukætt einlend í Tuolumne County, Kaliforníu, þar sem hún finnst eingöngu á litlu svæði í lágfjöllum Sierra Nevada við Rawhide Hill og Red Hills. Hún vex í „serpentine“ jarðvegi.[1]
Allium tuolumnense | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Allium tuolumnense (Ownbey & Aase ex Traub) S. Denison & McNeal | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Allium sanbornii var. tuolumnense Ownbey & Aase ex Traub |
Lýsing
breytaAllium tuolumnense vex upp af rauðbrúnum lauk sem er 1 til 2 sm langur. Blómstöngullinn er grannur, að 50 sm langur og stakt blað álíka langt.[2]
Blómskipunin er með 20 til 60 blóm, hvert á blómlegg sem er 1 til 2 sm langur. Blómin eru tæplega sentimeters breið fullopnuð, með sex hvít eða bleik , egglaga krónublöð. Fræflarnir eru sex.[2][3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Calflora database — Allium tuolumnense. Accessed 2013-02-05.
- ↑ 2,0 2,1 eFloras.org. Accessed 2013-02-05.
- ↑ Denison, S. S. & McNeal, Dale W. 1989. Madroño 36(2): 128.
Ytri tenglar
breyta- Jepson Manual Treatment — Allium tuolumnense
- USDA Plants Profile Geymt 21 maí 2013 í Wayback Machine
- Flora of North America
- Allium tuolumnense — U.C. Photo gallery
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Allium tuolumnense.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Allium tuolumnense.