Andaætt
Andaætt (fræðiheiti: Anatidae) er ætt fugla sem inniheldur endur, gæsir og svani. Fuglar af þessari ætt fljóta á vatni, synda með sundfitum og sumir þeirra kafa eftir æti.
Andaætt | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kvakönd (Anas formosa)
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Undirættir | ||||||||||
Þeir eru með sundfit og misflatan gogg. Fjaðrir þeirra hrinda frá sér vatni vegna sérstakrar fitu. Andafiður, æðardúnn og gæsadúnn hefur lengi verið notað í sængur og kodda. Margir fuglar af þessari ætt eru líka vinsælir matfuglar og sumir eru ræktaðir sem húsdýr í þessum tilgangi.
Þessir fuglar eru líka kallaðir vatnafuglar þar sem þeir lifa við vötn eða votlendi. Þeir hafa sundfit milli tánna og goggur margra er flatur með þyrnistönnum sem auðveldar þeim að sía fæði úr vatni. Karlfuglinn er ávalt stærri og yfirleitt skrautlegri. Eitt af sérkennum andfugla er að þeir fella fjaðrir síðsumars. þar á meðal flugfjaðrir og verða því ófleygir um tíma. Nýjar flugfjaðrir eru mjög blóðríkar og blæðir úr þeim ef fuglarnir verða fyrir einhverju hnjaski. Því er talað um að fuglarnir séu í sárum á þessum tíma. Felubúningur er því eins konar sumarbúningur þeirra. Þeir skarta síðan skrúðbúningi eftir að þeir verða fleygir að nýju.
Endur, gæsir og álftir eru mjög áberandi fuglar. Þeir teljast allir til andaættar ásamt nokkrum skyldum fuglum. Andaættin er sú ætt fugla á Íslandi sem telur flestar tegundir. Flokka má andættina í buslendur, kafendur og fiskiendur. Þegar buslendur leita sér ætis undir yfirborði vatns, fer haus, háls og hálfur búkurinn á kaf en stélið stendur beint upp í loftið. Kafendur fara alltaf á kaf við fæðuöflun og synda undir yfirborðinu í stað þess að vera með stélið upp í loftið. Líkamsbyggingin er líka nokkuð frábrugðin, meðal annars er yfirborð sundfitjanna stærra og tærnar hlutfallslega lengri miðað við líkamsstærð. Fætur kafanda eru aftar á líkamanum en hjá buslöndum og eru þær því uppréttar þegar þær ganga. Ólíkt buslöndum kemur helsta fæða kafanda úr dýraríkinu, smáir fiskar og seiði. Fiskiendur er endur sem hafa sérhæft sig í að kafa eftir fiski og krabbadýrum. Oftast kafa þær niður á talsvert dýpi, meira en 1 metra, til að ná bráðinni.
Flokkun
breytaÁður var fuglum af andaætt skipt í sex undirættir, en nýlega hefur því verið breytt í níu undirættir byggt á tegundarþróun:
- Aðeins ein ættkvísl háfættra fugla sem líkjast gæsum
- Blístrur (Dendrocygna) - 9 tegundir
- Ein ættkvísl með eina tegund í Afríku, náskyld blístrum, en einnig líkindi með koparöndum.
- Thalassornis - 1 tegund; Söðulblístra
- 5-7 ættkvíslir með 27 tegundir sem aðallega lifa á norðurhveli jarðar.
- Coscoroba - 1 tegund
- Svanir (Cygnus) - 7 tegundir
- Grágæsir (Anser) - 7 tegundir
- Hvítar gæsir (Chen) - 3 tegundir
- Svartar gæsir (Branta) - 8 tegundir
- Cereopsis - 1 tegund
- Cnemiornis - útdauð
- Ein ættkvísl í Ástralíu
- Stictonetta - 1 tegund; apagæs
- Ein ættkvísl í Afríku
- Plectropterus - 1 tegund; sporönd
- Þessir fuglar líkjast bæði gæsum (Anserinae) og öndum (Anatinae) og skiptast í 10 ættkvíslir með um 26 tegundir, aðallega á suðurhveli jarðar.
- Sarkidiornis - 1 tegund
- Pachyanas - útdauð
- Brandendur (Tadorna) - 7 tegundir
- Hymenolaimus - 1 tegund
- Centrornis - útdauð
- Alopochen - 1 tegund; nílarönd
- Neochen - 1 tegund
- Chloephaga - 5 tegundir
- Cyanochen - 1 tegund
- Hymenolaimus - 1 tegund
- Merganetta - 1 tegund
- Tachyeres - 4 tegundir
- Buslendur eru algengar um allan heim og eru nú taldar skiptast í 8 ættkvíslir og 55 tegundir.
- Pteronetta - 1 tegund
- Cairina - 2 tegundir; s.s. moskusönd
- Aix - 2 tegundir; mandarínönd og brúðönd
- Nettapus - 3 tegundir; s.s. laufönd
- Anas - 40-45 tegundir; s.s. grafönd, ljóshöfðaönd, núpönd, rákönd og rauðhöfðaönd
- Callonetta - 1 tegund
- Chenonetta - 1 tegund
- Amazonetta - 1 tegund
- Moa-nalo-endur: 4 tegundir í 3 ættkvíslum sem allar eru útdauðar, voru stórvaxnar ófleygar endur á Hawaii.
- Chelychelynechen - útdauð
- Thambetochen - 2 tegundir - útdauð
- Ptaiochen - útdauð
- Kafendur telja 16 tegundir í 3 ættkvíslum og eru algengar um allan heim.
Sjóendur eða fiskiendur (Merginae)
breyta- Sjóendur skiptast í 10 ættkvíslir og 20 tegundir. Flestar tegundirnar lifa á norðurhveli jarðar, en tvær tegundir eru þekktar frá suðurhvelinu.
- Chendytes - útdauð
- Polysticta - 1 tegund; blikönd
- Æðarfuglar (Somateria) - 3 tegundir; æður, æðarkóngur, gleraugnaæður
- Histrionicus - 1 tegund; Straumönd
- Camptorhynchus - 1 tegund
- Melanitta - 3 tegundir; korpönd, hrafnsönd, krákönd
- Clangula - 1 tegund, hávella
- Bucephala - 3 tegundir; hjálmönd, hvinönd og húsönd
- Mergellus - 1 tegund; hvítönd
- Lophodytes - 1 tegund; kambönd
- Mergus - 5 tegundir; s.s. gulönd og toppönd,
- Þetta er lítil deild með 4 ættkvíslir og 8 tegundir
- Oxyura - 6 tegundir; s.s. eirönd og hrókönd
- Biziura - 1 tegund
- Heteronetta - 1 tegund
Heimildir
breyta- Guðmundur Páll Ólafsson. 1987. Fuglar í náttúru Íslands. Mál og menning, Reykvaík
- Ævar Petersen. 1998. Íslenskir fuglar, vatnslitamyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg. Vaka-Helgafell, Reykjvaík