Apep (fornegypska: ˁ3pp) eða Apófis (forngríska: Ἄπωφις) var illur guð í fornegypskum trúarbrögðum og kom fyrir sem risavaxinn snákur eða dreki. Hann stóð fyrir óreiðu og var þannig andstæða Maat sem stóð fyrir reglu og sannleika. Hann var helsti óvinur sólguðsins Ra sem þarf að sigra hann í Dúat (undirheimum) áður en hann getur risið aftur á austurhimninum. Þar naut Ra aðstoðar ýmissa annarra goðmagna, meðal annars Sets. Set varð síðar illur guð og tók yfir hlutverk Apeps. Apep tengdist náttúruöflum eins og stormum og jarðskjálftum og sólmyrkvar voru skýrðir með því að þá hefði Apep tekist að gleypa Ra.

Guðinn Atúm og snákurinn Apep
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
Done 1