Búlandshöfði er 325 m. höfði sem gengur brattur í sjó fram milli Eyrarsveitar og Fróðársveitar. Akvegur var gerður fyrir Búlandshöfða á árunum 1959-1961. Fyrir þann tíma var þar aðeins vandfarin hestaslóð um snarbrattar skriður með hengiflug fyrir bæði ofan og neðan. Heitir þrælaskriða þar sem leiðin er tæpust, en þar munu þrælar í leit að undankomu hafa fyrir sakir örvinglan hlaupið fyrir björg. Var Búlandshöfði, ásamt með Ólafsvíkurenni, lengi hinn mesti faratálmi og erfiðasti hluti leiðar um norðanvert Snæfellsnes.

Búlandshöfði
Hæð326 metri
LandÍsland
SveitarfélagGrundarfjarðarbær, Snæfellsbær
Map
Hnit64°56′25″N 23°28′34″V / 64.940402°N 23.476086°V / 64.940402; -23.476086
breyta upplýsingum
Búlandshöfði

Í Búlandshöfða má finna í um 135-180 m hæð, merkileg jarðlög frá fyrri hluta ísaldar, harðnað jökulberg og steingerfinga af sjóskeljum. Ofan á sjávarseti með íshafsskeljum og jökulruðningi situr síðan leirkennd setlag með leifum af hlýsjávarskeljum sem hraun hefur runnið yfir á hlýindaskeiðum og jökullinn svo aftur í kjölfarið. Munu þessar leifar til marks um miklar loftslagssveiflur á ísöld og frá jökulskeiðum yfir á hlýrri skeið. Þannig mun jökulskjöldur hafa hulið mestan part landsins á kuldaskeiðum, sem vara í nokkur hundruð þúsund ár en loftslag og jökulhula hafa verið svipað og nú er á hlýindaskeiðum landsins sem talin eru spanna yfir um tíu til tuttugu þúsund ár. Má ætla að hlýindaskeið það sem nú hefur varað í um það bil tíu þúsund ár, sé eitt slíkt hlýindaskeið fremur heldur en lok ísaldar.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1