Ba'athismi er arabísk þjóðernissinnuð hugmyndafræði sem gengur út á stofnun sameinaðs arabísks ríkis undir stjórn framvarðarflokka. Hugtakið البعثية‎‎ ba'ath merkir „endurreisn“. Upphafsmenn stefnunnar voru sýrlensku menntamennirnir Zaki al-Arsuzi, Michel Aflaq og Salah al-Din al-Bitar sem voru undir áhrifum frá Uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi (1916-1918). Stefnan gengur út á endurreisn arabískrar menningar, gilda og samfélagsgerðar. Stefnan hafnar fjölhyggju og gerir ráð fyrir flokksræði.

Einn af upphafsmönnum ba'athisma, Zaki al-Arsuzi.

Ba'athismi er veraldleg stjórnmálastefna sem byggist á arabískri þjóðernishyggju, arabískum sósíalisma, arabisma og framfarahyggju.

Ba'ath-flokkurinn var stofnaður árið 1947. Ba'athismi varð ríkjandi hugmyndafræði í Sýrlandi og Írak eftir valdarán 1963 og 1968. Stjórn Ba'ath-flokksins í þessum löndum einkenndist af gerræði og síðar einræði þeirra Hafez al-Assad í Sýrlandi og Saddam Hussein í Írak. Ba'ath-flokkurinn var bannaður í Írak af hernámsliðinu eftir innrásina í Írak 2003.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1