Belti er band sem sett er um mittið, oftast úr leðri eða öðru þykku efni, fest saman með beltissylgju, til að halda buxum, pilsum eða öðrum flíkum uppi, en geta líka verið notað til skreytingar.

Dæmigert leðurbelti

Belti eru þekkt frá bronsöldinni sem karlkynsfatnaður. Bæði kyn hafa notað belti mismikið í gegnum söguna samkvæmt tískunni. Í vesturlöndum voru belti algengari hjá karlmönnum, nema í byrjun miðaldanna, undir lok 17. aldar og frá 1900 til 1910. Beltissylgjur í art nouveau-stíl eru í dag safngripir. Á miðöldunum voru engir vasar á fatnaði heldur voru litlar töskur festar við beltið notaðar í staðinn til að geyma persónulega mun, eða voru þeir hengdir beint á beltið.

Frá lokum 19. aldar þangað til fyrri heimsstyrjaldar var beltið notað bæði sem skreyting og sem þarfaþing í búningi herforingja. Í heröflum í Prússlandi, Rússlandi og öðrum austurevrópskum löndum var algengt að herforingja settu á mjög þröng og breið belti um mittið, á ytri hluta búningsins, bæði til að bera bjúgsverð og af fegrunarástæðum. Þessi þröngu belti dugðu til að draga mittið inn til að gefa beranum granna líkamsbyggingu, beina athygli að breiðum öxlum og áberandi bringu. Oft dugði beltið aðeins til að beina athygli að mittinu sem var minnkað með lífstykki sem haft var undir búningnum. Þessi venja var mjög algeng á tíma Krímstríðsins og var oft viðurkennd af hermönnum á vesturvíglínunni.

Í nútímanum var byrjað að nota belti á þriðja áratug 20. aldar þegar buxnamittið var lækkað. Fyrir þriðja áratuginn gegndu belti aðallega skreytilegu hlutverki og voru tengd hernum. Ennfremur höfðu buxur ekki beltislykkjur fyrir þennan tíma og var þeim haldið uppi með axlaböndum. Íþróttabuxur voru með beltislykkjum ennþá á 19. öld. Í dag er það algengt að karlmenn setja belti um mittið með buxunum.

Frá miðjum tíunda áratug hafa lágar buxur verið vinsælar hjá mönnum og drengjum. Þessi tíska á rætur sínar að rekja til fangelsa, þar sem bann á beltum (vegna þess að þau gætu verið notuð sem vopn eða til sjálfsmorðs) olli því að buxur dytti niður.

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES