Beltissylgja
Beltissylgja er festing úr málmi sem fest er við annan enda á belti. Á beltissylgju er oftast þorn (silateinn, sylgjuþorn) og virkar þannig að þornið gengur inn í eitt af götum (þornförum) þeim sem gerð hafa verið í beltið.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Beltissylgja.