Betula klokovii[2] er trjátegund sem vex eingöngu í Úkraínu. Úkraínski grasafræðingurinn Boris Zaverukha lýsti henni fyrstur og nefndi eftir kennara sínum, Mikhail Klokov, honum til heiðurs. Þessi tré vaxa á sendnum hæðum á gresjum og á kalksteinshæðum eða í opnu skóglendi. Þau vaxa þar aðeins á tveimur fjöllum: Strakhova og Maslyatyn, nálægt Kremenets á Ternopil-svæðinu.[1]

Betula klokovii
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Tegund:
B. klokovii

Tvínefni
Betula klokovii
Zaver
Samheiti
  • Betula pubescens Ehrh.

Útbreiðslan er talin vera minni en 15 km2. Það eru tveir litlir hópar (subpopulations) af tegundinni. Sá stærri er með 40 fullþroska einstaklingum á Maslyatyn-fjalli, en sá minni með 10 fullþroska einstaklingum á Strakhova-fjalli.[1]

Uppfært júní 2015: Einstaklingum í tegundinni hefur fækkað. Meginógnin er kalknám á svæðinu og jarðvegseyðing. Blöndun við aðrar tegundir, svo sem Betula pendula,[1] ógnar henni einnig. Ýmsir telja þó orðið líklegt að þetta sé bara afbrigði eða undirtegund af ilmbjörk (Betula pubescens) og hefur hún ekki verið tekin með í nýjustu endurskoðunum. [3]

Myndaður hefur verið þjóðgarður í Kremenets-fjöllum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á svæðinu. Nokkur eintök af Betula klokovii finnast í grasagörðum í Úkraínu, svo sem Kremenets- grasagarðinum, trjáfræðigarðinum "Oleksandria", Grasagarði O.V. Fomin og Þjóðargrasagarði M.M.Gryshko. Þessi tegund er skráð í útrýmingarhættu á válistanum Red Book of Ukraine (Diduch 2009).[4]


Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 IUCN. „Betula klokovii: Rivers, M.C. & Tarieiev, A.“. IUCN Red List of Threatened Species. doi:10.2305/iucn.uk.2015-4.rlts.t194573a79345402.en.
  2. Zaver., 1964 In: Ukrayins'k. Bot. Zhurn. 21(5): 80
  3. Ashburner, K. and McAllister, H.A. 2013. The Genus Betula: A Taxonomic Revision of Birches. Kew Publishing, Richmond, Surrey.
  4. http://zakon4.rada.gov.ua/laws/show/805-17


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1
os 2