Bleikja getur einnig átt við Gulstör.

Heimskautableikja (oftast aðeins kölluð bleikja) (fræðiheiti: Salvelinus alpinus) er laxfiskur sem lifir bæði í vötnum og sjó á Norðurslóðum. Hún getur orðið allt að 12 kíló að þyngd, en verður sjaldan þyngri en 500 grömm. Nafnið er dregið af rauðbleikum litnum á kviðnum. Hún er sá ferskvatnsfiskur sem lifir nyrst og hefst við í súrefnisríkum köldum vötnum sem botnfrjósa ekki. Bleikja sem lifir í sjó, gjarnan kölluð sjóbleikja, gengur upp í ferskvatn til að hrygna. Bleikja er vinsæll fiskur hjá sportveiðimönnum. Bleikjueldi er einnig stundað í einhverjum mæli á Íslandi og í Noregi.

Bleikja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Laxfiskar (Salmoniformes)
Ætt: Laxfiskaætt (Salmonidae)
Ættkvísl: Bleikjuættkvísl (Salvelinus)
Tegund:
S. alpinus

Tvínefni
Salvelinus alpinus
Linnaeus, 1758

Bleikjueldi

breyta

Bleikjueldi er fiskeldi þar sem bleikjan er alinn upp í sláturstærð í eldisstöðvum. Um 3500 tonn af bleikju voru framleidd á Íslandi árið 2010.

Helstu bleikjustöðvar á Íslandi eru Íslandsbleikja, Fagradalsbleikja, Glæðir, Tungusilungur, Hólalax, Rifós og Fiskeldið Haukamýrsgili. Um 70% af bleikjuframleiðslu 2009 var í höndum Íslandsbleikju en fyrirtækið rekur matfiskaeldi á Reykjanesi og seiðaeldi í Ölfusi. Margar af eldisstöðvum á Íslandi voru upphaflega byggðar fyrir laxeldi.

Stofnkostnaður við hefðbundnar strandeldisstöðvar (fiskur alinn í kerjum) er mjög hár en þar er fiskur alinn upp í trefjaplastkerjum en einnig er fiskur alinn í dúkklæddum tjörnum og er talið að kostnaður við gerð jarðvegstjarna sé ekki nema 1/6 af gerð hefðbundinna kerja. Algengastu jarðvegstjarnir eru lengdarstraumstjarnir 1,5 m djúpar, 3 metra breiðar og 30 metra langar. Slíkar tjarnir líkjast framræsluskurðum. Tjarnirnar eru dúklagðar til að auðvelda þrif og forðast jarðvegsbakteríur.

Vaxtarhraði fiska er háður hitastigi. Við venjulegar aðstæður 9-10 C tekur 12 mánuði fyrir seiði að ná í 100 gr þyngd. Talið er að við góðar aðstæður og skipulag megi framleiða 50-70 kg á ári af bleikju á hvern rúmmetra eldisrýmis í kerjum. Helsti kostnaður við bleikjueldi fyrir utan aðgang að vatni og landi er raforka vegna dælingar, súrefni, seiði, fóður og laun.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1
mac 2
os 4