Bless

Íslensk hljómsveit

Bless (1988-1991) var íslensk hljómsveit sem varð til upp úr hljómsveitinni S.H.Draumur árið 1988, en S.H.Draumur hafði þá nýlega gefið út síðustu plötuna sína sem heitir einmitt Bless. Hljómsveitina skipuðu þeir Gunnar Hjálmarsson (Dr. Gunni) og Birgir Baldursson sem áður höfðu verið í S.H.Draumi og Ari Eldon sem hafði verið í Sogblettum. Seinna kom gítarleikarinn Pétur Heiðar Þórðarson (Dýrið Gengur Laust) í bandið. Ari og Birgir hættu báðir í Bless eftir skrautlega hljómleikaferð hljómsveitin fór um Norður Ameríku haustið 1990. Gunni fór þá á bassa, Pétur varð einráður á gítar og Logi tók við trommukjuðunum eftir Birgir Baldursson.

Bless
UppruniÍslandi
Ár19881991
ÚtgáfufyrirtækiErðanúmúsík, Smekkleysa, Skífan
Fyrri meðlimirGunnar Hjálmarsson
Pétur Heiðar Þórðarsson
Logi
Birgir Baldursson
Ari Eldon

Bless lagði upp laupana 1991 en hafði þá gefið út tvær plötur, 7-laga plötuna Melting 1989 og LP-plötuna Gums 1990. Gums sem gefin var út á ensku fyrir útlendan markað hefði að öllum líkindum fengið betri áheyrn ef sungið hefði verið á íslensku. Einnig komu út nokkur lög á ýmsum safnplötum, m. a. kannski besta lag hljómsveitarinnar Heimavistin Helvíti sem kom út á safnplötu á vegum Skífunnar 1991 og er nú með öllu ófáanleg.

Meðlimir Bless

breyta

Útgefin verk

breyta

Ep og LP

breyta

Lög á safnplötum

breyta

Tenglar

breyta
  NODES