Borgarhitahólmi er svæði í borg þar sem á sér stað staðbundin hlýnun. Hiti safnast upp vegna byggingarefna, sem draga í sig hita úr sólarljósi, og skorts á loftun. Hægt er að greina slíka hitahólma með hitamyndavélum. Áhrifin eru meira áberandi á næturnar en á daginn, sérstaklega þegar er lítill vindur og fyrirstaða í veðrakerfum. Meginástæðan fyrir borgarhitahólmum eru manngerð breyting á yfirborði (notkun malbiks og steypu) og glatvarmi vegna orkunotkunar.[1][2][3]

Tilvísanir

breyta
  1. Solecki, William D.; Rosenzweig, Cynthia; Parshall, Lily; Pope, Greg; Clark, Maria; Cox, Jennifer; Wiencke, Mary (2005). „Mitigation of the heat island effect in urban New Jersey“. Global Environmental Change Part B: Environmental Hazards. 6 (1): 39–49. doi:10.1016/j.hazards.2004.12.002. S2CID 153841143.
  2. United States Environmental Protection Agency (2008). Reducing urban heat islands: Compendium of strategies (Report). bls. 7–12.
  3. Li, Y.; Zhao, X. (2012). „An empirical study of the impact of human activity on long-term temperature change in China: A perspective from energy consumption“. Journal of Geophysical Research. 117 (D17): D17117. Bibcode:2012JGRD..11717117L. doi:10.1029/2012JD018132.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES