Carnegie Mellon-háskóli

einkarekinn rannsóknaháskóli í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum

Carnegie Mellon-háskóli (oft nefndur Carnegie Mellon eða CMU) er einkarekinn rannsóknaháskóli í Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Í Hamerschlag Hall fer fram nær öll kennsla í verkfræði við Carnegie Mellon-háskóla (mynd tekin 25 september 2006).

Andrew Carnegie stofnaðir skólann árið 1900 sem Carnegie tækniskólana. Árið 1912 var nafninu breytt í Carnegie tækniháskólann og hóf hann að veita námsgráður fyrir fjögurra ára langt háskólanám. Árið 1967 sameinaðist skólinn Mellon-stofnuninni fyrir iðnaðarrannsóknir og varð Carnegie Mellon-háskóli.

Innan Carnegie Mellon-háskóla eru reknir sjö skólar: Carnegie-tæknistofnunin (verkfræði), Listaskóli Carnegie Mellon, Dietrich-skólinn fyrir hug- og félagsvísindi, Mellon-vísindaskólinn, Tepper-viðskiptaskólinn, Tölvuskóli Carnegie Mellon og Heinz-skólinn.

Um tólf þúsund nemendur stunda nám við skólann. Þar af stundar rúmlega helmingur grunnnám og tæplega helmingur framhaldsnám.

Myndagallerí

breyta

Tenglar

breyta
  NODES
Done 1