Dal eða Dhal er indverskur pottréttur gerður úr belgávöxtum eins og linsubaunum, ertum eða hvers konar klofnum þurrkuðum baunum. Orðið dal er einnig notað um þykkan jafning sem gerð er úr þessum belgávöxtum og er mikilvægur hluti af matargerð í Indlandi, Nepal, Pakistan, Sri Lanka og Bangladesh. Dal eða linsubaunir með hrísgrjónum eða flötu brauði (roti, chapati eða naan) er aðalfæða margra. Dal inniheldur mikið af eggjahvítuefnum og ef dal er borðað með hrísgrjónum eða hveiti(roti) fást nauðsynlegar amínósýrur í réttum hlutföllum.

þrjár tegundir af linsubaunum
dúfnabaunir (toor dhal), algengt afbrigði af dhal

Orðið dāl kemur úr Sanskrít af sögninni dhal- "að kljúfa í tvennt". Dal er eldað og framreitt á margvíslegan hátt. Á meginlandi Indlands er það borðað með hrísgrjónum og flatbrauði. Í suðurhluta Indlands er dhal aðallega notað til að búa til rétt sem kallast sambar.

Dal makhani, vinsæll réttur

Eggjahvítuefnainnihald dhals er 3.5 sinnum meira en í hrísgrjónum og 2.5 meira en í hveiti. Í þurru formi er dhal venjulega um 25 % eggjahvítuefni en þegar það er eldað þá er það um 9% eggjahvítuefni, 70% vatn, 20% kolvetni(þar af 8% trefjar), 1% fita. Í suma rétti úr dhal eins og sambar er sett meira vatn og þá er minna hlutfallslega af eggjahvítuefnum. Flest dal (nema úr sojabaunum, það er miklu hærra) innihalda svipað magn af eggjahvítuefnum.

Venjuleg afbrigði

breyta
 
Dhal tadka
  • Dúfnabaunir (Toor dhal)
  • Chana dhal er gert með að fjarlægja ytra lag af kala chana (svörtum kjúklingabaunum) og síðan kljúfa kjarnann.
  • Gular klofnar baunir
  • Urad
  • Masoor dhal
  • Rajma dhal
  • Mussyang
  • Panchratna dhal
  NODES