Douglas Haig
Douglas Haig, fyrsti jarlinn af Haig, (19. júní 1861 – 29. janúar 1928) var herforingi og hermarskálkur í breska hernum. Í fyrri heimsstyrjöldinni fór hann fyrir herdeild Breta (British Expeditionary Force eða BEF) á vesturvígstöðvunum frá árinu 1915 til loka stríðsins. Hann var herforingi í orrustunni við Somme, orrustunni með hæsta dauðsfalli í hernaðarsögu Bretlands. Hann fór einnig fyrir her Breta í orrustunni við Passchendaele, vörn bandamanna við voráhlaupi Þjóðverja og síðan í gagnáhlaupi bandamanna sem leiddi til vopnahlés þann 11. nóvember 1918.[1][2][3]
Douglas Haig | |
---|---|
Fæddur | 19. júní 1861 |
Dáinn | 29. janúar 1928 (66 ára) |
Störf | Hermaður |
Maki | Dorothy Maud Vivian (g. 1905) |
Börn | Alexandra Henrietta Louisa, Victoria Doris Rachel, George Alexander Eugene Douglas, Irene Violet Freesia Janet Augustia |
Haig var mjög virtur meðal Breta í kjölfar stríðsins og þegar hann lést var lýst yfir þjóðarsorg á meðan útför hans var haldin. Síðan á sjöunda áratugnum hefur hins vegar farið að bera æ meira á gagnrýni á Haig fyrir forystu hans í fyrri heimsstyrjöldinni.[4][5][6] Hann fékk viðurnefnið „Haig slátrari“ (Butcher Haig) fyrir þær tvær milljónir Breta sem létu lífið undir forystu hans.[4] Stríðsminjasafnið í Kanada segir um Haig að „stórtæk en dýrkeypt áhlaup hans við Somme (1916) og Passchendaele (1917) eru orðin táknræn fyrir blóðsúrhellingar og vonleysi fyrri heimsstyrjaldarinnar“.[7]
Majór-hershöfðinginn John Davidson, sem skrifaði ævisögu Haig, hefur hrósað forystu hans. Síðan á níunda áratugnum hafa margir sagnfræðingar fært rök fyrir því að hatur almennings á Haig hafi ekki tekið tillit til þróunnar nýrrar hertækni og -bragða í leiðtogatíð hans og vægi hans í sigri bandamanna árið 1918. Þessir sagnfræðingar telja himinhátt dauðsfallið afleiðingu hernaðarlegar stöðu Breta á þessum tíma.[1][2][3][8][9][10]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Sheffield, Gary (2002). Forgotten Victory: The First World War: Myths and Realities. Headline Review, bls. 21.
- ↑ 2,0 2,1 Sheffield 2002, bls. 263.
- ↑ 3,0 3,1 Hart, Peter (2008). 1918: A Very British Victory. Phoenix Books, bls. 2.
- ↑ 4,0 4,1 „Field Marshal Douglas Haig would have let Germany win, biography says“. The Times. 10. nóvember 2008. Sótt 22. júní 2013.
- ↑ J. P. Harris, Douglas Haig and the First World War (2009), p545
- ↑ „World War I's Worst General“. Military History Magazine. 11. maí 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 ágúst 2013. Sótt 22. júní 2013.
- ↑ See "Canada and the First World War: Sir Douglas Haig"
- ↑ Davidson, Major General Sir J. (2010). Haig, Master of the Field. Barnsley: Pen & Sword, bls. 137.
- ↑ Todman, Dan (2005). The Great War: Myth and Memory. Hambledon Continuum, bls. 73–120.
- ↑ Corrigan, Gordon (2002). Mud, Blood & Poppycock. Cassell, bls. 298–330, 406–410.