Eggjafræði
Eggjafræði er undirgrein dýrafræðinnar sem fæst við rannsóknir á eggjum, þá sérstaklega fuglseggjum. Til eggjafræðinnar teljast rannsóknir á vaxtarstöðvum fugla og rannsóknir á hreiðrum þeirra. Þeir sem leggja stund á greinina kallast eggjafræðingar.