Eyja
- Eyja er líka íslenskt kvenmannsnafn
Eyja er landslagsþáttur sem er minna en meginland en stærra en sker og umkringt vatni. Dæmi um eyjar eru Ísland, Bretlandseyjar, Nýja Sjáland og Alkatraseyja.
Flokkun á eyjum í Breiðafirðinum
breytaBergsveinn Skúlason, sem skrifaði bókina Hrannarek, skipti eyjum í Breiðafirðinum í ólíka flokka, og lýsir hann þeim svo í bók sinni:
Eyjar: stærsta flokkinn skipa hinar venjulegu eyjar. Enginn ágreiningur er um hvað tilheyri þessum flokki. Þær eru þó mjög misjafnar að stærð og lögun.
Hólmar: þeir ganga næst eyjum að stærð.
Flaga: munurinn á hólma og flögu er ekki stærð eða flatarmál heldur lögun. Flagan er í flestum tilfellum mun lægri en hólminn.
Klettar: þeir eru ekki allir gróðurlausir og má telja nokkra þeirra tii eyja og hefur það löngum verið gert.
Sker: sker er sá flokkur sem er hvað þunnskipaðastur, þó þau skipti nokkrum tugum. Skerjum skiptu menn í flokka hér áður fyrr. Helstu flokkarnir samkvæmt breiðfiskri málvenju eru þessir.
Klettur er hæsta tegund skerja. Hann fer ekki í kaf um venjulegar stórstraumsflæðar.
Boði: er ein tegund skerja. Hann er oftast langur eða mjór. Þegar hann er hringlaga eða hnattlaga er hann oftast nefndur hnöttótti boðinn. Venjulega er boðinn aðeins vaxinn slýi, sölvum eða hrúðurkörlum. Þeir standa oftast fjarri öðrum og eru þá skerja hættulegastir. Ef þeir standa saman með skömmu millibili eru þeir oftast nefndir hleinar. Þó er venjulega talað um hleina við eyjar eða annað þurrlendi.
Hnúa eða hnúfa: er samskonar tegund skerja og boðinn, nema hvað hún er ævinlega minni. Hlein eru boðar nefndir sem standa nálægt hverjum öðrum.
Tangi (bergsveinn lýsir honum ekki nánar).
Flúra er lág tegund skerja sem kemur upp úr sjó um venjulegar stórstraumsfjörur. Ummál hennar er venjulega lítið. Oftast er hún vaxin þangi, sölvum eða slýi.
Grunn er lægst og kemur ekki úr sjó nema um lægstu fjörur eða alls ekki. Aðeins sjást bylta sér á því rauðbrún, þrekvaxin þarablöð sem gefa til kynna það sem undir býr. Grunn eru skerja hættulegust.
Tengt efni
breyta- Listi fjölmennustu eyja heims
- Skagi (hálfey, hálfeyja)
- Sker