Faldbúningur er íslenskur kvenbúningur og er elsta gerð þjóðbúnings íslenskra kvenna sem þekkt er. Hann er kenndur við höfuðbúnaðinn sem gjarnan er, eða var, notaður með honum, háan hvítan fald. Faldbúningur var búningur flestra íslenskra kvenna um langt skeið allt til um 1850. Hann virðist hafa verið notaður alls staðar og hafa verið búningur bæði ríkra og fátækra en misjafnlega íburðarmikill.

Konur úr Faldafeyki sýna faldbúninga í Árbæjarsafni
Konur úr Faldafeyki sýna föt sem notuð voru undir faldbúninga

Hlutar faldbúnings

breyta
 
Mynd af konum með pípukraga frá 17. öld, áður en notkun þeirra lagðist af.

Búningurinn skiptist í fald, treyju með kraga og klút, upphlut, skyrtu, pils og svuntu eða samfellu og handlínu. Konur vöfðu hárið með ljósu trafi í króklaga trýtu. Um og eftir 1899 hafði krókfaldurinn þróast í spaðafald. Pilsið var sítt úr ullarefni með skrautbekk að neðan. Fyrst var svuntan laus en síðan var hún felld inn í pilsið og þá var hún kölluð samfella. Upphluturinn er undir treyjunni. Hann var skreyttur millum og borðum að framan og þremur leggingum að aftan. Treyjan er nánast alltaf svört. Barmarnir eru skreyttir vírborðum eða með baldýringu, perlusaumi eða flauelssaumi.

 
Hlutar faldbúnings

Kraginn er laus. Hann er stífur og skreyttur með knipli, baldýringu, perlusaumi eða flauelssaumi. Áður var hann til stuðnings pípukraga, en notkun hans við búninginn var hætt um miðja 18. öld. Horn handlínunnar var fest í pilsstreng eða belti. Handlínurnar voru fagurlega útsaumaðar og voru lagðar yfir hendur þegar konur fóru í kirkju. Efnaðar konur gengu í silfurbelti og voru í búning með silfurmillum og skreyttar keðjum og hnöppum.

Heimild

breyta
  NODES
languages 1