Fiðri frændi
Fiðri frændi er persóna í veröld Andrésar Andar. Fiðri klæðist oftast rauðri peysu með svartri rönd fyrir miðju og rauðri skotthúfu. Hann er sjúskaður og tuskulegur til fara en viðurnefni hans 'Fiðri' vísar til þess. Fiðri frændi er skemmtileg viðbót í persónuflóru Andabæjar að mati margra en hann skapar visst jafnvægi á móti Hábeini Heppna, öðrum vel kunnugum frænda Andrésar. Ef við ímyndum okkur róf þar sem Hábeinn og Fiðri eru á sitthvorum endanum væri Andrés Önd akkúrat í miðjunni enda er hann hin eina sanna meðalönd.