Fjörður
Fjörður er lítið hafsvæði eða innsævi við strönd meginlands þar sem ströndin er á þrjár hliðar. Ef ströndin er aðeins á tvær hliðar heitir það vík eða vogur/bugt eða sund.
Þar sem norræna orðið hefur verið tekið upp í erlendum málum merkir það aðeins langan, mjóan og djúpan fjörð umlukinn bröttum fjallshlíðum sem jökull hefur sorfið niður.
Lengstu firðir í heimi eru:
- Scoresby sund á Grænlandi (350 km)
- Sognfjörður í Noregi (203 km)
- Harðangursfjörður í Noregi (179 km)