Garðabær

sveitarfélag á höfuðborgarsvæði Íslands

Garðabær er sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu á milli Kópavogs og Hafnarfjarðar. Íbúar eru tæplega 19.000 (mars 2023).

Garðabær
Garðakirkja á Álftanesi
Garðakirkja á Álftanesi
Skjaldarmerki Garðabæjar
Staðsetning Garðabæjar
Staðsetning Garðabæjar
Hnit: 64°05′18″N 21°55′11″V / 64.08833°N 21.91972°V / 64.08833; -21.91972
LandÍsland
KjördæmiSuðvesturkjördæmi
Þéttbýliskjarnar
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriAlmar Guðmundsson  D 
Flatarmál
 • Samtals46 km2
 • Sæti58. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals19.088
 • Sæti6. sæti
 • Þéttleiki414,96/km2
Póstnúmer
210, 212
Sveitarfélagsnúmer1300
Vefsíðagardabaer.is

Garðahreppur varð til árið 1878, ásamt Bessastaðahreppi, þegar Álftaneshreppi var skipt í tvo hluta. Var hann kenndur við kirkjustaðinn Garða á Álftanesi. Hafnarfjörður var innan hreppsins fyrstu þrjá áratugina, en var skilinn frá honum þegar hann fékk kaupstaðarréttindi 1. júní 1908. Sjálfur fékk Garðahreppur kaupstaðarréttindi 1. janúar 1976 og nefndist eftir það Garðabær.

Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs þann 20. október 2012, fór fram íbúakosning í Garðabæ og sveitarfélaginu Álftanesi og var sameining þeirra í eitt sveitarfélag samþykkt. Hið nýja sveitarfélag heitir Garðabær. Sameiningin tók gildi um áramótin 2012/2013.[1][2]

Náttúra

breyta

Í suðurhluta sveitarfélagsins er náttúrusvæði sem nær að Húsfelli, Vífilstaðahlíð í Heiðmörk og er Búrfellsgjá, gömul eldstöð, innan þess.

Vötnin Vífilsstaðavatn og Urriðavatn eru nálægt byggðinni í Garðabæ. Gálgahraun og Garðahraun, bæði hluti af Búrfellshrauni og Maríuhellar eru meðal friðlýstra svæði.[3]

Reykjanesfólkvangur og Bláfjallafólkvangur eru að hluta innan Garðabæjar.

Á Bessastaðanesi er ríkulegt fuglalíf eins og á strönd Álftaness.

Samfélag

breyta

Stjórnmál

breyta

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í áratugi verið með völd í bæjarfélaginu. Almar Guðmundsson er núverandi bæjarstjóri Garðabæjar.

Íþróttir

breyta

Ungmennafélagið Stjarnan er með lið í knattspyrnu, handbolta, fimleikum og fleiri íþróttum. Álftanes er með körfuboltalið sem komst í efstu deild árið 2023.

Mikil golfmenning er að finna í Garðabæ. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og golfklúbburinn Oddur hafa miðstöðvar í bænum. Einnig er frisbígolfvöllur á Vífilsstöðum.

Sundlaugar eru Álftaneslaug og Ásgarðslaug.

Verslun

breyta

Stórverslanirnar IKEA og Costco eru með aðsetur í verslunarkjarnanum Kauptún í Garðabæ. Annar verslunarkjarni er Garðatorg sem er meira miðsvæðis.

  • Hönnunarsafn Íslands er við Garðatorg
  • Minjagarður að Hofsstöðum (við götuna Kirkjulund): Minjar af næststærsta landnámsskála sem fundist hefur á Íslandi.
  • Krókur á Garðaholti: Lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923.

Merkir staðir

breyta

Hverfi og götur

breyta

Hverfi og götur í Garðabæ eru allnokkur.

Götur og hverfi í Garðabæ
Hverfi Gata
Akrar Árakur
Akrar Breiðakur
Akrar Byggakur
Akrar Dalakur
Akrar Frjóakur
Akrar Goðakur
Akrar Gullakur
Akrar Hallakur
Akrar Haustakur
Akrar Hjálmakur
Akrar Hofakur
Akrar Hvannakur
Akrar Jafnakur
Akrar Kaldakur
Akrar Kornakur
Akrar Krossakur
Akrar Línakur
Akrar Ljósakur
Akrar Maltakur
Akrar Rúgakur
Akrar Sandakur
Akrar Seinakur
Akrar Skeiðakur
Akrar Stórakur
Akrar Sunnakur
Akrar Votakur
Arnarnes Kríunes
Arnarnes Þernunes
Arnarnes Hegranes
Arnarnes Tjaldanes
Arnarnes Blikanes
Arnarnes Haukanes
Arnarnes Mávanes
Arnarnes Súlunes
Arnarnes Teistunes
Arnarnes Þrastanes
Ásar Arnarás
Ásar Asparás
Ásar Birkiás
Ásar Bjarkarás
Ásar Borgarás
Ásar Breiðás
Ásar Brekkuás
Ásar Brúnás
Ásar Eikarás
Ásar Furuás
Ásar Greniás
Ásar Holtás
Ásar Hraunás
Ásar Kjarrás
Ásar Klettás
Ásar Laufás
Ásar Lerkiás
Ásar Lyngás
Ásar Melás
Ásar Ögurás
Ásar Skrúðás
Ásar Steinás
Ásar Stórás
Ásar Tunguás
Ásar Vattarás
Ásar Víðiás
Bæjargil Bæjargil
Búðir Ásbúð
Búðir Holtsbúð
Byggðir Hlíðarbyggð
Byggðir Brekkubyggð
Byggðir Dalsbyggð
Byggðir Hæðarbyggð
Fitjar Lækjarfit
Fitjar Langafit
Fitjar Túnfit
Flatir Móaflöt
Flatir Bakkaflöt
Flatir Brúarflöt
Flatir Garðaflöt
Flatir Hagaflöt
Flatir Lindarflöt
Flatir Markarflöt
Flatir Smáraflöt
Flatir Stekkjarflöt
Flatir Sunnuflöt
Flatir Tjarnarflöt
Garðatorg Garðatorg
Grundir Ægisgrund
Grundir Marargrund
Grundir Njarðargrund
Grundir Ránargrund
Grundir Sjávargrund
Grundir Unnargrund
Hæðir Aftanhæð
Hæðir Birkihæð
Hæðir Blómahæð
Hæðir Draumahæð
Hæðir Eyktarhæð
Hæðir Fagrahæð
Hæðir Háhæð
Hæðir Jökulhæð
Hæðir Lynghæð
Hæðir Melhæð
Hæðir Nónhæð
Hæðir Óttuhæð
Hæðir Rjúpnahæð
Hæðir Sigurhæð
Hæðir Skógarhæð
Hæðir Urðarhæð
Hnoðraholt Eskiholt
Hnoðraholt Háholt
Hnoðraholt Hrísholt
Hólar Hraunhólar
Hólar Lynghólar
Lundir Asparlundur
Lundir Efstilundur
Lundir Einilundur
Lundir Espilundur
Lundir Furulundur
Lundir Gígjulundur
Lundir Grenilundur
Lundir Heiðarlundur
Lundir Hofslundur
Lundir Hörgslundur
Lundir Hörpulundur
Lundir Hvannalundur
Lundir Kirkjulundur
Lundir Reynilundur
Lundir Skógarlundur
Lundir Víðilundur
Lundir Þrastarlundur
Móar Hrísmóar
Móar Kjarrrmóar
Móar Lyngmóar
Mýrar Langamýri
Mýrar Engimýri
Mýrar Fífumýri
Mýrar Krókamýri
Mýrar Ljósamýri
Prýðir Dalprýði
Prýðir Hraunprýði
Prýðir Lyngprýði
Prýðir Mosprýði
Prýðir Sandprýði
Prýðir Stígprýði
Sjáland 17. júnítorg
Sjáland Langalína
Sjáland Norðurbrú
Sjáland Nýhöfn
Sjáland Strandvegur
Sjáland Strikið
Sjáland Vesturbrú
Tún Faxatún
Tún Aratún
Tún Goðatún
Tún Hörgatún
Tún Litlatún
Urriðaholt Bæjargata
Urriðaholt Brekkugata
Urriðaholt Dýjagata
Urriðaholt Dyngjugata
Urriðaholt Hellagata
Urriðaholt Holtsvegur
Urriðaholt Hraungata
Urriðaholt Keldugata
Urriðaholt Kinnargata
Urriðaholt Lindastræti
Urriðaholt Lynggata
Urriðaholt Maríugata
Urriðaholt Sjónarvegur
Urriðaholt Urðargata
Urriðaholt Urriðaholtsstræti
Urriðaholt Víkurgata
Urriðaholt Vinastræti

Tilvísanir

breyta
  1. „Sameining samþykkt í Garðabæ og á Álftanesi“. ruv.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2013. Sótt 21. október 2012.
  2. „Í eina sæng eftir næstu áramót“. visir.is. Sótt 22. október 2012.
  3. Friðlýst svæði Garðabær.is

Tenglar

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES